„Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 10:17 Aron Einar Gunnarsson er aftur kominn með fyrirliðaband islenska karlalandsliðsins í fótbolta. Getty/ Robbie Jay Barratt Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er mættur aftur í íslenska landsliðið og spilar með liðinu á móti Svartfellingum í Þjóðadeildinni í dag. Aron var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í gær sem fyrirliði liðsins. Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Það eru margir ánægðir með að sjá Aron Einar aftur í íslenska landsliðsbúningnum. „Þetta var alltaf yfirlýst markmið. Ég setti mér það markmið þegar ég fór í aðgerð að vinna mig aftur inn í landsliðið. Það hefur því alltaf verið á planinu og gekk eftir ári seinna,“ sagði Aron Einar í viðtali við Aron Guðmundsson. „Ég er bara sáttur með að vera kominn inn í þetta. Fá tilfinninguna og orkuna frá strákunum sem hafa verið í þessu í dágóðan tíma. Það er kominn strúktúr á þetta og maður sér það á æfingum að menn eru komnir með ákveðna reynslu,“ sagði Aron Einar. Klippa: Ætlar að gefa af sér þá reynslu sem hann hefur náð sér í „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér,“ sagði Aron Einar. Strákarnir í liðinu eru líka ánægðir með að fá fyrirliða sinn aftur. Í dag er verkefnið útileikur á móti Svartfjallalandi. Margir góðir hlutir í síðustu leikjum „Við þurfum að byggja ofan á það sem hefur verið að ganga upp. Það voru margir góðir hlutir í síðustu leikjum en kannski mismunandi eftir hálfleikjum og annað. Það er þessi stöðugleiki sem við erum að sækjast í,“ sagði Aron Einar. „Um leið og við náum honum upp þá getum við unnið hvaða lið sem er. Sérstaklega með þau gæði sem við erum með innanborðs. Það eru undir okkur komið að sýna það og sanna,“ sagði Aron Einar. „Ég er ánægður með að vera kominn inn í hópinn til að gefa þá reynslu af mér sem ég hef lært í gegnum árin. Sérstaklega í landsliðsfótboltanum. Vonandi nýtist það á morgun og í næstu verkefnum,“ sagði Aron Einar. Aron Einar er búinn að koma sér aftur fyrir út í Katar en hvernig er staðan á honum. Getur hann spilað níutíu mínútur? Besta sem var í boði „Maður planar það alltaf þannig. Ég er í góðu standi en staðan er bara eins og hún er. Ég er ekki að spila marga leiki en þetta var það besta sem var í boði fyrir sjálfan mig til að koma mér aftur í gang úti,“ sagði Aron Einar. „Það gengur bara mjög vel. Ég er að æfa af krafti og finnst ég vera að nálgast fyrra form. Ég vissi það alveg að þetta myndi taka á og þetta yrði erfitt verkefni sem væri fyrir höndum þegar ég fór í þessa aðgerð,“ sagði Aron Einar. Sáttur við stöðuna á sér „Ég er bara virkilega sáttir við þá stöðu sem ég er í í dag og markmiðið var að komast í landsliðið og nú er næsta markmið að vinna næsta leik. Svo er bara markmið sett eftir það,“ sagði Aron Einar. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira