Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á því er ekki nokkur vafi að nýsköpun á sviði heilbrigðismála getur létt á álagi á opinbera heilbrigðiskerfinu og starfsmönnum þess auk þess að stórbæta þjónustu til landsmanna. Raunin er þó sú að nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðisgeiranum hafa mætt viðvarandi hindrunum undanfarin ár af hálfu opinberra stofnana - þá sérstaklega embætti Landlæknis. Það skýtur því vægast sagt skökku við að Samfylkingin tefli landlækni fram í oddvitasæti og kynni sig sem flokk með „útspil“ um öruggt heilbrigðiskerfi, á meðan dæmin sýna að aðgangshindranir og einokun hafa ráðið för sem þvert á móti vegur að öryggi heilbrigðiskerfisins. Embætti landlæknis hefur nýlega synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna, þ.e. blóðmælingar og myndgreiningu án sérstakrar tilvísunar frá lækni, með rökum um mögulegan heilsukvíða einstaklinga og mögulegt falskt öryggi. Þannig telur sá landlæknir (sem nú hefur tekið sér leyfi frá störfum á meðan framboði fyrir Samfylkingunni er sinnt) að einstaklingar eigi ekki að hafa sjálfir frelsi eða ákvörðunarrétt til að afla fyrirbyggjandi upplýsinga um eigin heilsu. Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir landlækni að endurskoða þessar ákvarðanir sínar sökum þess að þær séu of íþyngjandi og brjóti í bága við lög. Heilbrigðiskerfi í fjötrum Markaðurinn fyrir heilbrigðistækni á Íslandi afar einsleitur, einkum og sér í lagi vegna ofangreindrar afstöðu Landlæknis. Tímamótaúrskurður kærunefndar útboðsmála árið 2022 sýndi fram á að embætti Landlæknis hafi átt milljarða viðskipti við einn einkaaðila á markaði án útboðs í langan tíma. Þau viðskipti hafa valdið tortryggni og skapað hindranir fyrir ný fyrirtæki að bjóða fram sínar lausnir. Embætti landlæknis lét þó ekki staðar numið og stefndi nýsköpunarfyrirtækinu Köru Connect fyrir dómstóla til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt. Aðgerðir landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum og í þágu sérhagsmunaaðila - eru skaðlegar fyrir samkeppni, heilbrigðiskerfið og öryggi þess, auk ríkissjóðs. Kemur því ekki á óvart að aðgangshindranir landlæknis undanfarin ár hafi verið kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Til að nýsköpun nái að blómstra þarf móttækilegt kerfi sem stuðlar að auknu aðgengi nýrra lausna en ekki bannað þær. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en hún er nýsköpunarstyrkur og með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Við eigum að grípa þau tækifæri sem fylgja nýjum lausnum og tækninni sem getur bætt starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og þjónusta við sjúklinga og annarra verður betri. Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að bættu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði heilbrigðismála, með hagsmuni og heilsufar allra landsmanna að leiðarljósi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun