Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Vésteinn Örn Pétursson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 16. nóvember 2024 19:36 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum. Vísir/Sigurjón Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Samningsaðilar hafa ekki fundað formlega í að verða tvær vikur núna. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði þó fyrr í dag að það væri ofsögum sagt að menn væru ekki að tala saman. Fyrirsvarsmenn deiluaðila séu að hittast og ræða málin en það sem sé aðallega rætt sé hvernig eigi að koma viðræðum í einhvern farveg. Með öðrum orðum þá er verið að tala um hvað eigi síðan að tala um þegar menn hittast og setjast formlega niður en það verður næst gert fyrir hádegi á morgun. Eins og fram hefur komið eru starfsmenn þriggja grunnskóla, eins framhaldsskóla og eins tónlistarskóla í verkfalli ásamt fjórum leikskólum sem eru í ótímabundnu verkfalli. Svo bætist MR við á mánudaginn. Viku síðar bætast við þrír grunnskólar, einn í Garðabæ, einn í Reykjavík og einn í Reykjanesbæ. Eitt sem hefur verið til umræðu í kjaradeilunni er samkomulag frá árinu 2016, um að laun milli almenns og opinbers markaðar verði jöfnuð. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, segir umræðuna nokkuð snúna. „Þetta er mjög flókið úrlausnarefni að ætla að fara að jafna kjör á milli vinnumarkaða, sem er þetta ákvæði frá 2016. Það hafa verið skrifaðar skýrslur um hvernig eigi að gera þetta. En það gleymist stundum að launasetning þessara tveggja vinnumarkaða er mjög ólík. Starfmsenn ríkis og sveitarfélaga eru nánast allir á töxtum, en hinn almenni vinnumarkaður, því oft er verið að bera kennara saman við háskólamenntaða sérfræðinga, en þeir fá greidd laun eftir markaðsaðstæðum, þar sem framboð og eftirspurn ræður málum,“ segir Gylfi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að frá árinu 2016 hafi mörg skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Rangt sé hjá Kennarasambandinu að halda öðru fram. „Ég get nú ekki lagt mat á það hvernig efndir hafa verið, en það var búið að leggja fram einhverskonar markmiðasetningu, hvernig menn ætla að jafna laun á milli vinnumarkaða. Það er bara búið að taka allt of langan tíma.“ Kennaraverkföll hafi almennt verið langvinn, og skiplag verkfallanna nú sé nýtt af nálinni á opinberum markaði. Þá bitni verkföll ekki á fyrirtækjaeigendum líkt og á almenna markaðnum, heldur notendum þjónustunnar, það er að segja nemendum skólanna og í sumum tilfellum foreldrum. Yfirleitt fari opinberir starfsmenn í verkfall í stærri hópum, sem skapi meiri þunga og pressu á ríki eða sveitarfélög. „Það er kannski erfitt að sjá það hvernig þessi strategía, ef við orðum það þannig, verkfall kennara, muni bera árangur. Það er flókið og erfitt að segja til um það.“ Finnst þér þetta góð leið til að ná fram kröfum, þessi tegund af verkföllum? „Nei.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00