„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 19:11 Orri Steinn skoraði sitt fimmta landsliðsmark í kvöld. Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að skora fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Svartfellingum í dag og var ánægður með sigurinn þegar Aron Guðmundsson ræddi við hann strax að leik loknum ytra. „Það voru ekki búin að koma mörg færi og við vissum svo sem að leikurinn yrði svona. Þetta er ekki góður völlur og aðstæðurnar ekki til fyrirmyndar, við vissum að þetta yrði smá hark. Þegar færin koma er mikilvægt að setja eitt eða tvö mörk og við gerðum það í lokin,“ sagði Orri Steinn en mark Orra kom á 74. mínútu og Ísak Bergmann Jóhannesson bætti öðru marki við undir lokin. Leikurinn var lítið fyrir augað lengst af og voru vallaraðstæður ekki að hjálpa leikmönnum að spila flottan fótbolta. Arnór Ingvi Traustason fagnar hér öðru marka íslenska liðsins.Vísir/Getty „Síðan auðvitað snýst það um hugarfarið okkar, hvernig við bregðumst við að eiga mjög dapran fyrri hálfleik. Við náðum ekki að fá mikið út úr honum og síðan að koma út í seinni hálfleik og ná aðeins meiri ró á spilið og stjórna leiknum betur. Við uppskárum tvö mörk fyrir það.“ Ísland er með sjö stig í þriðja sæti eftir sigurinn og er nú tveimur stigum á eftir Wales sem gerði markalaust jafntefli við Tyrki í kvöld. Ísland getur náð öðru sætinu vinni liðið sigur gegn Wales á þriðjudag. „Það var auðvitað mikilvægt að vinna, það var okkar verk í dag. Við þurfum auðvitað að treysta líka á að allt gangi vel hinu megin. Við gerðum okkar verk og síðan er bara að vona það besta.“ Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í leiknum í dag eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Auðvitað bara ömurlegt að sjá alla leikmenn meiðast og fara útaf. Sérstaklega með Aron því hann er leiðtoginn okkar og það er erfitt að koma í hans stað. Gulli kom frábærlega inn og spilað frábæran leik, það var geggjað að sjá viðbrögðin hans,“ sagði Orri Steinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira