Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:53 Einu viðmæli föður Ara við fréttunum voru að hann yrði nú að fara að vanda málfarið. Vísir Ari Eldjárn, grínisti með meiru, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem afhent voru í Eddu í dag, á degi íslenskrar tungu. Þegar hann tók við verðlaununum sagðist hann hafa upplifað svokallað loddaraheilkenni. „Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins. Íslensk tunga Menning Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Sérstaklega af því að ég hef ekki skrifað stafkrók í fimmtán ár,“ sagði hann en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti. „Ég var mjög feginn þegar ég heyrði í ræðu og riti. Ég er í raun og veru bara í munnlegri geymd. Kannski bara eins gott því það litla sem að eftir mig liggur á prenti það eldist ekki vel eins og heyra má á rökstuðningi dómnefndar,“ sagði Ari og vísaði til kvikmyndagagnrýni sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, las upp úr sem var einmitt skrifuð af Ara í Helgarpóstinum árið 1997, þegar hann var fimmtán ára gamall. Verði að hætta að segja „beisiklí“ „Sá sem ritaði þessi orð hafði ekki aldur til að muna sjálfur eftir frumsýningu fyrstu Star Trek-myndanna, hann var bara fimmtán ára en hafði samt skrifað í blaðið í næstum því ár. Umræddur gagnrýnandi, Ari Eldjárn, hefur síðan orðið einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Í uppistandi sínu beinir hann gjarna sjónum að íslenskri tungu; sköpunarmætti hennar, afkáraleika, sérstöðu en líka skyldleika við önnur tungumál, ekki síst þau norrænu. Þá er Ari einstök eftirherma en hæfileikar hans eru ekki aðeins fólgnir í því að ná málrómi og sérkennum einstaklinga heldur hefur hann næmt eyra fyrir því sem einkennir málsnið þeirra og ólíkra hópa í samfélaginu,“ sagði Lilja Dögg áður en hún afhenti Ara verðlaunin. Mikið var hlegið þegar Ari tók við verðlaununum.Stjórnarráðið Ari fékk þau tilmæli frá föður sínum Þórarni, sem hlotið hefur sömu verðlaun, að nú yrði hann að fara að vanda málfarið. „Ég tilkynnti pabba þetta því að hann fékk þetta nú á sínum tíma. Og ég ætlaði að hnýta eitthvað í hann og segja jæja kallinn minn, nú er ég kominn með þetta líka. En hann sagði: Já, þá verðurðu að hætta að segja beisiklí. Það var allt og sumt. Þannig að ég er hættur því, í hnotskurn.“ Ekki eina viðurkenning dagsins Ari var þó ekki sá eini sem hlaut viðurkenningu í dag. Auk Jónasarverðlaunana er sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu veitt. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðurkenningarhafar hafi komið úr ýmsum áttum, til að mynda Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum og hljómsveitin Stuðmenn. Að þessu sinni hlutu aðstandendur og þátttakendur í þróunarverkefninu Kveikjum neistann við Grunnskólann í Vestmannaeyjum þá viðurkenningu. Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri Hamraskóla og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmanneyjarbæjar tóku við viðurkenningunni fyrir hönd þróunarverkefnisins Kveikjum neistann.Stjórnarráðið „En frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2021 hefur það skilað eftirtektarverðum árangri hvað varðar bætta líðan nemenda en líka færni í lestri. Verkefnið er til 10 ára og er stutt af Vestmannaeyjabæ, Menntamálaráðuneytinu, Háskóla Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Einn af áhugaverðustu þáttum verkefnisins er hvernig það samþættir áherslur í lestri, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og áhugahvöt,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Íslensk tunga Menning Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent