„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 22:54 Jón Pétur Zimsen er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Arnar Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“ Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira