Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2024 09:04 Aðeins borgarlínuvagnar mega þeysast yfir brúna yfir Reykjavíkurtjörn eftir nokkur ár samkvæmt tillögum sem unnið er eftir um legu borgarlínu. Vísir/Egill Flæði umferðar í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur breytist verulega með tillögum að breyttri legu borgarlínu þar. Fríkirkjuvegur og hluti Skothúsvegar yrði lagður eingöngu undir borgarlínuna en aftur mætti aka í báðar áttir eftir Suðurgötu í staðinn. Þetta kemur fram í nýrri umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Þar koma fram nokkrar breytingar frá fyrri áformum um legu borgarlínu um höfuðborgina. Þessi fyrsta lota borgarlínunnar er um fimmtán kílómetra löng og er gert ráð fyrir 26 stoppistöðvum þótt sá fjöldi kunni að breytast á næstu hönnunarstigum. Fyrsta lota borgarlínu liggur frá Ártúnshöfða í gegnum Reykjavík, yfir Fossvog og upp í Hamraborg í Kópavogi.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Umfangsminni og einfaldari gatnamót helsti kosturinn Stærsta breytingin á leið borgarlínu sem er að finna í umhverfismatinu er í gegnum miðborg Reykjavíkur. Áður hafði verið miðað við að borgarlínan færi hringleið beggja vegna við Tjörnina og að hún æki í blandaðri umferð eftir Skothúsvegi, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu á leið sinni til suðurs en Suðurgötu, Vonarstræti og Lækjargötu til norðurs. Vegagerðin telur nú eina leið fyrir borgarlínu um miðborgina ákjósanlegasta kostinn. Hún færi þá um Skothúsveg, Fríkirkjuveg og Lækjargötu í báðar áttir. Sérakrein yrði fyrir borgarlínuna á Fríkirkjuvegi og Skothúsvegi að Bjarkargötu og ekki yrði gert ráð fyrir umferð einkabíla þar. Suðurgatan yrði þá aftur tvístefnugata en hún hefur verið einstefnugata til suðurs undanfarin ár. Fríkirkjuvegur og Skothúsvegur, sem liggur yfir Tjörnina, verða aðeins fyrir borgarlínu og gangandi og hjólandi samkvæmt tillögunni sem unnið er nú út frá.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Helstu rökin fyrir breytingunni eru meðal annars sögð umfangsminni og einfaldari gatnamót, að borgarlína hafi ekki áhrif á Vonarstræti og Suðurgötu, að gæði þjónustu borgarlínunnar verði þau sömu í báðar áttir og hámarkshraði hennar hærri. Þá hafi hjólandi og gangandi meira pláss og öryggi þeirra því meira. Aukakrókur að Hörpu og einstefna upp Hverfisgötu Um gatnamót Bankastrætis og Lækjargötu, sem eru ein fjölförnustu gatnamót gangandi vegfarenda í borginni, segir í umhverfismatsskýrslunni að aðeins verði leyfð hægri beygja frá Bankastræti inn á Lækjargötu með tilkomu borgarlínu. Í kortahefti sem fylgir skýrslunni er hins vegar lagt til að gatnamótin verði lokuð bílaumferð til að veita almenningsrými og stoppistöð aukna þjónustu. Kort úr umhverfismatsskýrslunni um legu borgarlínu í Lækjargötu. Þar er nefndur möguleikinn að loka gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu fyrir bílaumferð.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Almennum akreinum um Lækjargötu verður fækkað um eina í hvora átt til þess að rýma til fyrir borgarlínuvagna sem aka í sérrými á milli ólíkra akstursstefna eins og gert er ráð fyrir víðar í borgarlandinu. Nú er einnig gert ráð fyrir endastöð borgarlínu til vesturs og viðsnúningssvæði fyrir borgarlínuvagna við Faxagötu nærri Hörpu. Þá verði upphafsstöð fyrir umferð borgarlínu til austurs við Kalkofnsveg. Hverfisgata verður einstefnugata fyrir almenna bílaumferð til austurs þar sem hún deilir rými með borgarlínunni á milli Lækjargötu og Barónsstígs. Núverandi akrein til vesturs verður lögð undir borgarlínu á þessum kafla. Efsti hluti Hverfisgötunnar, á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, verður með borgarlínu í miðjunni og göngustígar hvor sínu megin við hana. Verri þjónusta við HÍ að fara um Eggertsgötu en Sturlugötu Útskýrt er í skýrslunni hvers vegna Sturlugata varð frekar fyrir valinu fyrir leið borgarlínu í gegnum háskólasvæðið en Eggertsgata eða Hringbraut. Sturlugata liggur frá Suðurgötu að Njarðargötu en Eggertsgata samhliða henni aðeins sunnar, í gegnum byggð stúdentaíbúða. Talið er að ný stöð við Eggertsgötu hefði sterka tengingu við íbúðahverfið í Litla Skerjafirði og að hún hefði tækifæri til þess að verða virk, sameiginleg hverfismiðja vísindagarða Háskóla Íslands og stúdentasamfélagsins sem býr þar í við Sæmundargötu. Hún þjónaði aftur á móti þungamiðju starfsemi háskólans verr en ef borgarlínan færi um Sturlugötu. Þá væri borgarlínuleiðin 1,3 kílómetrum lengri en ella færi hún um Eggertsgötu án þess þó að stöðvum fjölgaði. Ferðatíminn yrði þannig lengri og rekstrarkostnaður leiðanetsins hærri. Kostnaður við innviðauppbyggingu yrði einnig meiri. Ekki liggur fyrir útfærsla á borgarlínunni fram hjá Landspítala og Háskólanum í Reykjavík. Þrjár leiðir komu til skoðunar um legu borgarlínu við háskólasvæðið. Leiðin um Sturlugötu og Njarðargötu þykir álitlegust.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Fækka bílastæðum og akreinum fyrir bíla á Suðurlandsbraut Einhverjar mestu breytingarnar sem verða með tilkomu borgarlínunnar eru fyrirhugaðar á Suðurlandsbraut og hluta Laugavegar í Reykjavík. Þar stendur til að fækka akreinum fyrir bílaumferð úr fjórum í tvær ásamt því að fækka bílastæðum. Borgarlínan verður í sérrými á milli bílaakreina hvor í sína átt á Suðurlandsbraut og á Laugavegi á milli Kringlumýrarbrautar og Katrínartúns. Til skoðunar kom að hafa borgarlínu sunnan megin í núverandi Suðurlandsbraut þar sem mikil atvinnustarfsemi er. Sá kostur var talinn síðri en að hafa borgarlínuna í miðjunni, fyrst og fremst vegna þess að bílaumferð til og frá lóðum og götum sunnan megin þyrfti þá alltaf að þvera borgarlínubrautina. Æskilegt væri því að takmarka umferð til suðurs verulega. Svona á Suðurlandsbraut við Hátún að líta út þegar borgarlína verður orðin að veruleika. Borgarlínan verður í miðjunni á milli akrein í hvora átt fyrir bílaumferð.Betri samgöngur Ekki var talið hyggilegt að halda tveimur bílaakreinum í hvora átt, meðal annars vegna þess að þá þyrfti að ganga á græn svæði í Laugardalnum. Þá sé afkastagetu núverandi skipulags Suðurlandsbrautar enn ekki náð og því séu líkur á að bílaumferð þar aukist enn frekar. Það gerði umhverfið enn síðra en það er í dag fyrir aðra vegfarendur en ökumenn bifreiða. Búist er við að bílaumferð færist að hluta til í aðrar götur, helst Sæbraut og Miklubraut. Á milli Katrínartúns og Hlemms verður Laugavegur eingöngu ætlaður borgarlínunni, auk gangandi og hjólandi. Mestu breytingarnar á gatnamótum við Skeiðarvog og Suðurlandsbraut Við austari enda Suðurlandsbrautar verða einnig breytingar. Í stað hringtorgs á gatnamótum hennar og Skeiðarvogs koma ljósastýrð gatnamót. Núverandi beygja úr hringtorginu inn í Fákafen verður lögð af með breytingunum. Af þeim fimm gatnamótum sem á að breyta í fyrstu lotu borgarlínu eru þessar sagðar þær mestu. Þá á að loka Langholtsvegi við Gnoðarvog en hann nær nú út að Suðurlandsbraut. Svona gætu gatnamót Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar litið út með tilkomu borgarlínu. Gert er ráð fyrir ljósastýrðum gatnamótum og að ekki verður lengur hægt að keyra þaðan inn Fákafen.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Þaðan á borgarlína að liggja um Vogabyggð og Geirsnef upp í Ártúnshöfða. Ákjósanlegasti kosturinn af þremur um legu og þverun borgarlínu á Elliðaárvogum og Sæbraut er sagður norðlæg lega sem er næst þeirri staðsetningu sem var sett fram í vinningstillögu um Sæbrautarstokk. Sú leið þverar eystri ál Elliðaáa á stuttri brú en hún krefðist hins vegar 140 metra lengrar brúr yfir vestari álinn. Þessum kosti er talið til tekna að hann sé sveigjanlegur þar sem margar brúargerðir séu mögulegar og hægt sé að aðlaga staðsetningu stoppistöðvar að aðstæðum þar. Lágmarksrask verði einnig austur og vestur af Geirsnefi. Valkostirnir þrír um leið borgarlínu yfir Elliðaárvoga. Aðalvalkosturinn er kostur A sem er fjærst Ártúnsbrekkubrúnni.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Of margar vinkilbeygjur í Vesturvör Þegar komið er yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú á borgarlínan að liggja um Bakkabraut og svo Borgarholtsbraut í Kópavogi upp að Hamraborg. Um ástæðu þess að sú leið varð fyrir valinu frekar en að borgarlínan færi um Vesturvör, norðanmegin á Kársnesi, segir meðal annars að á síðarnefndu leiðinni væru fleiri vinkilbeygjur, hringtorg og krappar beygjur sem lengdu ferðatíma. Þá væri ekki mögulegt að koma fyrir sérrými borgarlínu á jafnlögum kafla og á Borgarholtsbraut. Leiðin væri lengri, dýrari og hún hefði minni tengingu við sunnanvert Kársnesið. Mikil bílaumferð á Kársnesbraut eru einnig sögð draga úr greiðfærni borgarlínunnar. Tveir möguleikar um legu borgarlínu um Kársnes í Kópavogi. Borgarholtsbraut varð fyrir valinu.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Borgarlína Samgöngur Umhverfismál Bílar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. 3. október 2024 10:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Þar koma fram nokkrar breytingar frá fyrri áformum um legu borgarlínu um höfuðborgina. Þessi fyrsta lota borgarlínunnar er um fimmtán kílómetra löng og er gert ráð fyrir 26 stoppistöðvum þótt sá fjöldi kunni að breytast á næstu hönnunarstigum. Fyrsta lota borgarlínu liggur frá Ártúnshöfða í gegnum Reykjavík, yfir Fossvog og upp í Hamraborg í Kópavogi.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Leiðin liggur frá Árstúnshöfða, yfir Elliðaárnar við Geirsnef, eftir Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu niður í miðborgina, þaðan í gegnum háskólasvæðið, fram hjá Landspítalanum og Háskólanum í Reykjavík, yfir nýja Fossvogsbrú yfir í Kársnes í Kópavogi og á endanum upp í Hamraborg. Umfangsminni og einfaldari gatnamót helsti kosturinn Stærsta breytingin á leið borgarlínu sem er að finna í umhverfismatinu er í gegnum miðborg Reykjavíkur. Áður hafði verið miðað við að borgarlínan færi hringleið beggja vegna við Tjörnina og að hún æki í blandaðri umferð eftir Skothúsvegi, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu á leið sinni til suðurs en Suðurgötu, Vonarstræti og Lækjargötu til norðurs. Vegagerðin telur nú eina leið fyrir borgarlínu um miðborgina ákjósanlegasta kostinn. Hún færi þá um Skothúsveg, Fríkirkjuveg og Lækjargötu í báðar áttir. Sérakrein yrði fyrir borgarlínuna á Fríkirkjuvegi og Skothúsvegi að Bjarkargötu og ekki yrði gert ráð fyrir umferð einkabíla þar. Suðurgatan yrði þá aftur tvístefnugata en hún hefur verið einstefnugata til suðurs undanfarin ár. Fríkirkjuvegur og Skothúsvegur, sem liggur yfir Tjörnina, verða aðeins fyrir borgarlínu og gangandi og hjólandi samkvæmt tillögunni sem unnið er nú út frá.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Helstu rökin fyrir breytingunni eru meðal annars sögð umfangsminni og einfaldari gatnamót, að borgarlína hafi ekki áhrif á Vonarstræti og Suðurgötu, að gæði þjónustu borgarlínunnar verði þau sömu í báðar áttir og hámarkshraði hennar hærri. Þá hafi hjólandi og gangandi meira pláss og öryggi þeirra því meira. Aukakrókur að Hörpu og einstefna upp Hverfisgötu Um gatnamót Bankastrætis og Lækjargötu, sem eru ein fjölförnustu gatnamót gangandi vegfarenda í borginni, segir í umhverfismatsskýrslunni að aðeins verði leyfð hægri beygja frá Bankastræti inn á Lækjargötu með tilkomu borgarlínu. Í kortahefti sem fylgir skýrslunni er hins vegar lagt til að gatnamótin verði lokuð bílaumferð til að veita almenningsrými og stoppistöð aukna þjónustu. Kort úr umhverfismatsskýrslunni um legu borgarlínu í Lækjargötu. Þar er nefndur möguleikinn að loka gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu fyrir bílaumferð.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Almennum akreinum um Lækjargötu verður fækkað um eina í hvora átt til þess að rýma til fyrir borgarlínuvagna sem aka í sérrými á milli ólíkra akstursstefna eins og gert er ráð fyrir víðar í borgarlandinu. Nú er einnig gert ráð fyrir endastöð borgarlínu til vesturs og viðsnúningssvæði fyrir borgarlínuvagna við Faxagötu nærri Hörpu. Þá verði upphafsstöð fyrir umferð borgarlínu til austurs við Kalkofnsveg. Hverfisgata verður einstefnugata fyrir almenna bílaumferð til austurs þar sem hún deilir rými með borgarlínunni á milli Lækjargötu og Barónsstígs. Núverandi akrein til vesturs verður lögð undir borgarlínu á þessum kafla. Efsti hluti Hverfisgötunnar, á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, verður með borgarlínu í miðjunni og göngustígar hvor sínu megin við hana. Verri þjónusta við HÍ að fara um Eggertsgötu en Sturlugötu Útskýrt er í skýrslunni hvers vegna Sturlugata varð frekar fyrir valinu fyrir leið borgarlínu í gegnum háskólasvæðið en Eggertsgata eða Hringbraut. Sturlugata liggur frá Suðurgötu að Njarðargötu en Eggertsgata samhliða henni aðeins sunnar, í gegnum byggð stúdentaíbúða. Talið er að ný stöð við Eggertsgötu hefði sterka tengingu við íbúðahverfið í Litla Skerjafirði og að hún hefði tækifæri til þess að verða virk, sameiginleg hverfismiðja vísindagarða Háskóla Íslands og stúdentasamfélagsins sem býr þar í við Sæmundargötu. Hún þjónaði aftur á móti þungamiðju starfsemi háskólans verr en ef borgarlínan færi um Sturlugötu. Þá væri borgarlínuleiðin 1,3 kílómetrum lengri en ella færi hún um Eggertsgötu án þess þó að stöðvum fjölgaði. Ferðatíminn yrði þannig lengri og rekstrarkostnaður leiðanetsins hærri. Kostnaður við innviðauppbyggingu yrði einnig meiri. Ekki liggur fyrir útfærsla á borgarlínunni fram hjá Landspítala og Háskólanum í Reykjavík. Þrjár leiðir komu til skoðunar um legu borgarlínu við háskólasvæðið. Leiðin um Sturlugötu og Njarðargötu þykir álitlegust.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Fækka bílastæðum og akreinum fyrir bíla á Suðurlandsbraut Einhverjar mestu breytingarnar sem verða með tilkomu borgarlínunnar eru fyrirhugaðar á Suðurlandsbraut og hluta Laugavegar í Reykjavík. Þar stendur til að fækka akreinum fyrir bílaumferð úr fjórum í tvær ásamt því að fækka bílastæðum. Borgarlínan verður í sérrými á milli bílaakreina hvor í sína átt á Suðurlandsbraut og á Laugavegi á milli Kringlumýrarbrautar og Katrínartúns. Til skoðunar kom að hafa borgarlínu sunnan megin í núverandi Suðurlandsbraut þar sem mikil atvinnustarfsemi er. Sá kostur var talinn síðri en að hafa borgarlínuna í miðjunni, fyrst og fremst vegna þess að bílaumferð til og frá lóðum og götum sunnan megin þyrfti þá alltaf að þvera borgarlínubrautina. Æskilegt væri því að takmarka umferð til suðurs verulega. Svona á Suðurlandsbraut við Hátún að líta út þegar borgarlína verður orðin að veruleika. Borgarlínan verður í miðjunni á milli akrein í hvora átt fyrir bílaumferð.Betri samgöngur Ekki var talið hyggilegt að halda tveimur bílaakreinum í hvora átt, meðal annars vegna þess að þá þyrfti að ganga á græn svæði í Laugardalnum. Þá sé afkastagetu núverandi skipulags Suðurlandsbrautar enn ekki náð og því séu líkur á að bílaumferð þar aukist enn frekar. Það gerði umhverfið enn síðra en það er í dag fyrir aðra vegfarendur en ökumenn bifreiða. Búist er við að bílaumferð færist að hluta til í aðrar götur, helst Sæbraut og Miklubraut. Á milli Katrínartúns og Hlemms verður Laugavegur eingöngu ætlaður borgarlínunni, auk gangandi og hjólandi. Mestu breytingarnar á gatnamótum við Skeiðarvog og Suðurlandsbraut Við austari enda Suðurlandsbrautar verða einnig breytingar. Í stað hringtorgs á gatnamótum hennar og Skeiðarvogs koma ljósastýrð gatnamót. Núverandi beygja úr hringtorginu inn í Fákafen verður lögð af með breytingunum. Af þeim fimm gatnamótum sem á að breyta í fyrstu lotu borgarlínu eru þessar sagðar þær mestu. Þá á að loka Langholtsvegi við Gnoðarvog en hann nær nú út að Suðurlandsbraut. Svona gætu gatnamót Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar litið út með tilkomu borgarlínu. Gert er ráð fyrir ljósastýrðum gatnamótum og að ekki verður lengur hægt að keyra þaðan inn Fákafen.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Þaðan á borgarlína að liggja um Vogabyggð og Geirsnef upp í Ártúnshöfða. Ákjósanlegasti kosturinn af þremur um legu og þverun borgarlínu á Elliðaárvogum og Sæbraut er sagður norðlæg lega sem er næst þeirri staðsetningu sem var sett fram í vinningstillögu um Sæbrautarstokk. Sú leið þverar eystri ál Elliðaáa á stuttri brú en hún krefðist hins vegar 140 metra lengrar brúr yfir vestari álinn. Þessum kosti er talið til tekna að hann sé sveigjanlegur þar sem margar brúargerðir séu mögulegar og hægt sé að aðlaga staðsetningu stoppistöðvar að aðstæðum þar. Lágmarksrask verði einnig austur og vestur af Geirsnefi. Valkostirnir þrír um leið borgarlínu yfir Elliðaárvoga. Aðalvalkosturinn er kostur A sem er fjærst Ártúnsbrekkubrúnni.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu Of margar vinkilbeygjur í Vesturvör Þegar komið er yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú á borgarlínan að liggja um Bakkabraut og svo Borgarholtsbraut í Kópavogi upp að Hamraborg. Um ástæðu þess að sú leið varð fyrir valinu frekar en að borgarlínan færi um Vesturvör, norðanmegin á Kársnesi, segir meðal annars að á síðarnefndu leiðinni væru fleiri vinkilbeygjur, hringtorg og krappar beygjur sem lengdu ferðatíma. Þá væri ekki mögulegt að koma fyrir sérrými borgarlínu á jafnlögum kafla og á Borgarholtsbraut. Leiðin væri lengri, dýrari og hún hefði minni tengingu við sunnanvert Kársnesið. Mikil bílaumferð á Kársnesbraut eru einnig sögð draga úr greiðfærni borgarlínunnar. Tveir möguleikar um legu borgarlínu um Kársnes í Kópavogi. Borgarholtsbraut varð fyrir valinu.Úr umhverfismatsskýrslu um borgarlínu
Borgarlína Samgöngur Umhverfismál Bílar Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36 Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. 3. október 2024 10:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Vegagerðin hefur nú boðið út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna byggingar Fossvogsbrúar. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verkið sé hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði. 6. nóvember 2024 15:36
Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. 3. október 2024 10:08