Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 11:28 Rodrigo Bentancur og Son Heung-Min eru liðsfélagar hjá Tottenham og Son segir hin rasísku ummæli Bentancur engu breyta um þeirra samband. Getty/Charlotte Wilson Enska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla í garð liðsfélaga hans og fyrirliða Tottenham, Son Heung-min. Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son. Enski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Liverpool | Toppliðið á erfiðan útivöll Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Bentancur, sem er Úrúgvæi, var einnig sektaður um 100.000 pund eða rúmlega sautján milljónir króna, vegna málsins. Bentancur viðhafði ummælin á úrúgvæskri sjónvarpsstöð í júní, þegar stjórnandi þáttarins bað hann um Tottenham-treyju: „Sonnys? Það gæti reyndar verið frændi Sonnys því þeir líta allir eins út,“ sagði Bentancur. Hann baðst í kjölfarið afsökunar, í færslu á Instagram, og sagði ummæli sín vera „slæman brandara“. Þessi „slæmi brandari“ hefur nú orðið til þess að hinn 27 ára Bentancur spilar ekki með Tottenham í enska boltanum fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Hann missir af leikjum við Manchester City, Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, og við Manchester United í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins. Bentancur má hins vegar spila leiki Tottenham í Evrópudeildinni. Hann hefur spilað fimmtán leiki með Tottenham á leiktíðinni og skoraði sitt fyrsta mark í síðasta leik, í 2-1 tapinu gegn Ipswich. 🚨⛔️ Rodrigo Bentancur has been given a 7 game ban for using a racial slur about Son!Plus a £100,000 fine for a breach of FA Rule E3 in relation to a media interview.He can still play in the Europa League for Tottenham — NO domestic games allowed. pic.twitter.com/yWV65x8goS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 18, 2024 Samtökin Kick it Out, sem berjast gegn kynþáttaníði, hafa áður sagt að fjöldi kvartana hafi borist vegna rasískra ummæla Bentancurs, og að þau sýni útbreiddan vanda sem beinist gegn Austur-Asíu. Son hefur sjálfur sagt að allt sé í góðu á milli sín og Bentancur. „Ég er búinn að tala við Lolo,“ sagði Son í júní. „Hann gerði mistök, veit af því og hefur beðist afsökunar.“ „Lolo myndi aldrei viljandi segja eitthvað niðrandi. Við erum bræður og það hefur ekkert breyst. Við erum komnir yfir þetta, sameinaðir, og munum berjast saman fyrir félagið okkar sem einn maður,“ sagði Son.
Enski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Liverpool | Toppliðið á erfiðan útivöll Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira