Við heyrum í fulltrúa samninganefndar sveitarfélaganna sem segist vongóð um að nýr tónn sé að komast í fundahöldin.
Við förum einnig niður á Alþingi þar sem menn eru að ljúka við þingstörfin til þess að þeir þingmenn sem hyggja á endurkjör geti farið að einbeita sér að kosningabaráttunni.
Þá ræðum við einnig hvalveiðar og heyrum í einum þeirra þriggja aðila sem hafa sótt um leyfi til hrefnuveiða.
Og í íþróttunum fjöllum við um landsleikinn sem framundan er við Wales í Þjóðadeildinni.