Innlent

Al­þingi að ljúka og bjartsýnistónn í deilu­aðilum í Karp­húsinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Kennaraverkföll standa enn og í morgun hófst verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Fundur í deilunni hefur verið boðaður á morgun.

Við heyrum í fulltrúa samninganefndar sveitarfélaganna sem segist vongóð um að nýr tónn sé að komast í fundahöldin.

Við förum einnig niður á Alþingi þar sem menn eru að ljúka við þingstörfin til þess að þeir þingmenn sem hyggja á endurkjör geti farið að einbeita sér að kosningabaráttunni. 

Þá ræðum við einnig hvalveiðar og heyrum í einum þeirra þriggja aðila sem hafa sótt um leyfi til hrefnuveiða.

Og í íþróttunum fjöllum við um landsleikinn sem framundan er við Wales í Þjóðadeildinni.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×