„Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2024 12:52 Reynt að komast inn í fjölbýlishús í Vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Atburðarásin var hröð í Vesturbæ Reykjavíkur eftir að íbúi birti mynd í Facebook-hópi íbúa af grunsamlegum karlmanni með hafnaboltakylfu að grípa í húninn á útidyrahurð í raðhúsi. Þremur klukkustundum síðar hafði nágranni endurheimt fokdýrt reiðhjól sem hafði verið stolið um nóttina og tveir verið handteknir. Alexander Richter er íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur og einn fjölmargra sem er með dyrabjöllumyndavél. Honum brá í brún þegar hann vaknaði í morgunsárið og sá á upptöku karlmann með lambhúshettu og hafnaboltakylfu gera tilraun til að komast inn í húsið hans. Alexander segist ekki vera mikið fyrir að deila myndefni úr myndavélum en gerði þó undantekningu í þetta skiptið. „Það var engu stolið svo þetta var bara ábending um að passa að hafa hurðina læsta. Í rauninni bara nágrannavarsla,“ segir Alexander og óhætt að segja að hún hafi skilað sér. Gerðist allt á mjög stuttum tíma María Sand Hjálmarsdóttir hafði um morguninn vaknað upp við þann vonda draum að búið var að stela rándýru rafmagnsreiðhjóli úr geymslunni hennar í fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Augnabliki síðar sá hún færslu Alexanders í Vesturbæjargrúppunni. „Þetta gerðist allt bara á mjög stuttum tíma. Ég er komin með hjólið í hendurnar,“ segir María og rekur atburðarásina. Hún hafi verið nýbúin að átta sig á hjólaþjófnaðinum þegar hún sá færsluna og áttaði sig á að Alexander væri nágranni hennar. Hún upplýsti því Vesturbæinga um þjófnaðinn og tilkynnti sömuleiðis um hann í öðrum Facebook-hópi sem snýr að hjólaþjófnaði. Allir þurfa góða granna Góður Vesturbæingur hafi skömmu síðar sent henni einkaskilaboð á Facebook þess efnis að hún hefði séð grunsamlegan einstakling á hjóli sem passaði við lýsingar Maríu. Kona hefði verið á öðru hjóli. Nágranninn tilkynnti fólkið til lögreglu, María fór á staðinn og var skömmu síðar komin með hjólið í sína vörslu á ný. „Það var búið að handtaka fólkið. Hitt hjólið var í eigu nágranna míns,“ segir María. Hún segir ekki aðalatriði hvar hjólið hafi fundist en samkvæmt heimildum fréttastofu var það í húsnæði sem lögregla hefur endurtekið þurft að hafa afskipti af. Hún eys lofi yfir samtakamátt nágranna og snör viðbrögð lögreglu. „Þetta er hjól sem kostar 900 þúsund krónur. Það hefði verið hræðilegt að tapa því,“ segir María. Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fara vaxandi og þeim fjölgar sífellt sem kjósa þann ferðamáta í stað einkabílsins eða í bland. Allir á vaktinni Maríu líður vel í Vesturbænum og hrósar nágrönnum sínum. Sannarlega nágrannavarsla. „Þetta er dásamlegt samfélag að búa í. Það eru allir á vaktinni. Ég hef oft séð svona áður en mig grunaði ekki að þetta myndi ganga svona rosalega hratt fyrir sig.“ Lögregla hafi brugðist hratt við, vitað hvernig ætti að leysa málið og farið vel að öllu. Sett mikinn kraft í að hafa upp á nágranna Maríu, eiganda hins hjólsins. Sem er væntanlega þakklátur snörum viðbrögðum eins og María. „Þetta var svakalegt!“ Mjög vond tilfinning María tekur undir með Alexander nágranna sínum að hún sé almennt ekki hrifin af svona myndbirtingum á netinu. Í þessu tilfelli hafi myndbirtingin orðið til þess að málið leystist á örskammri stundu. „En þegar þetta er svona augljóst, maður með kylfu að reyna að opna dyrnar,“ segir María. Þessar myndavélar við húsin skipti sköpum. Þá sé gott að hafa í huga að nú þegar gangi á með lægum séu dyr á mörgum stöðum sem lokist ekki nógu vel, til dæmis í geymslum. Vissara sé að kippa einu sinni til tvisvar í húninn til að ganga úr skugga um það. Það sé óþægileg tilfinning að vita til þess að fólk hafi gengið um hýbýli sín. Myndavélarnar hjálpi „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond. Ég er enn þá með í maganum, það er vond tilfinning sem maður fær að einhver hafi verið kominn inn í blokkina og nálægt manni,“ segir María. Hún segist gera sér grein fyrir því að þarna sé fólk sem eigi erfitt. Hún finni til með fólki sem fari út í frosti og hvassviðri um miðjar nætur til að stela. Væntanlega til að greiða niður skuldir eða eitthvað í þeim dúrnum. Alexander tekur undir mikilvægi þess að fólk læsi hurðum sínum og ræði við börn sín. Tryggi heimili sín sem sé aðeins öðruvísi en til dæmis bílar. Hann hafi lent í því að farið hafi verið inn í ólæstan bíl hans í heimildarleysi. Það sé verra þegar reynt sé að fara inn á heimili. „Þessar myndavélar hjálpa, eins leiðinlegt og það er.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Alexander Richter er íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur og einn fjölmargra sem er með dyrabjöllumyndavél. Honum brá í brún þegar hann vaknaði í morgunsárið og sá á upptöku karlmann með lambhúshettu og hafnaboltakylfu gera tilraun til að komast inn í húsið hans. Alexander segist ekki vera mikið fyrir að deila myndefni úr myndavélum en gerði þó undantekningu í þetta skiptið. „Það var engu stolið svo þetta var bara ábending um að passa að hafa hurðina læsta. Í rauninni bara nágrannavarsla,“ segir Alexander og óhætt að segja að hún hafi skilað sér. Gerðist allt á mjög stuttum tíma María Sand Hjálmarsdóttir hafði um morguninn vaknað upp við þann vonda draum að búið var að stela rándýru rafmagnsreiðhjóli úr geymslunni hennar í fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Augnabliki síðar sá hún færslu Alexanders í Vesturbæjargrúppunni. „Þetta gerðist allt bara á mjög stuttum tíma. Ég er komin með hjólið í hendurnar,“ segir María og rekur atburðarásina. Hún hafi verið nýbúin að átta sig á hjólaþjófnaðinum þegar hún sá færsluna og áttaði sig á að Alexander væri nágranni hennar. Hún upplýsti því Vesturbæinga um þjófnaðinn og tilkynnti sömuleiðis um hann í öðrum Facebook-hópi sem snýr að hjólaþjófnaði. Allir þurfa góða granna Góður Vesturbæingur hafi skömmu síðar sent henni einkaskilaboð á Facebook þess efnis að hún hefði séð grunsamlegan einstakling á hjóli sem passaði við lýsingar Maríu. Kona hefði verið á öðru hjóli. Nágranninn tilkynnti fólkið til lögreglu, María fór á staðinn og var skömmu síðar komin með hjólið í sína vörslu á ný. „Það var búið að handtaka fólkið. Hitt hjólið var í eigu nágranna míns,“ segir María. Hún segir ekki aðalatriði hvar hjólið hafi fundist en samkvæmt heimildum fréttastofu var það í húsnæði sem lögregla hefur endurtekið þurft að hafa afskipti af. Hún eys lofi yfir samtakamátt nágranna og snör viðbrögð lögreglu. „Þetta er hjól sem kostar 900 þúsund krónur. Það hefði verið hræðilegt að tapa því,“ segir María. Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fara vaxandi og þeim fjölgar sífellt sem kjósa þann ferðamáta í stað einkabílsins eða í bland. Allir á vaktinni Maríu líður vel í Vesturbænum og hrósar nágrönnum sínum. Sannarlega nágrannavarsla. „Þetta er dásamlegt samfélag að búa í. Það eru allir á vaktinni. Ég hef oft séð svona áður en mig grunaði ekki að þetta myndi ganga svona rosalega hratt fyrir sig.“ Lögregla hafi brugðist hratt við, vitað hvernig ætti að leysa málið og farið vel að öllu. Sett mikinn kraft í að hafa upp á nágranna Maríu, eiganda hins hjólsins. Sem er væntanlega þakklátur snörum viðbrögðum eins og María. „Þetta var svakalegt!“ Mjög vond tilfinning María tekur undir með Alexander nágranna sínum að hún sé almennt ekki hrifin af svona myndbirtingum á netinu. Í þessu tilfelli hafi myndbirtingin orðið til þess að málið leystist á örskammri stundu. „En þegar þetta er svona augljóst, maður með kylfu að reyna að opna dyrnar,“ segir María. Þessar myndavélar við húsin skipti sköpum. Þá sé gott að hafa í huga að nú þegar gangi á með lægum séu dyr á mörgum stöðum sem lokist ekki nógu vel, til dæmis í geymslum. Vissara sé að kippa einu sinni til tvisvar í húninn til að ganga úr skugga um það. Það sé óþægileg tilfinning að vita til þess að fólk hafi gengið um hýbýli sín. Myndavélarnar hjálpi „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond. Ég er enn þá með í maganum, það er vond tilfinning sem maður fær að einhver hafi verið kominn inn í blokkina og nálægt manni,“ segir María. Hún segist gera sér grein fyrir því að þarna sé fólk sem eigi erfitt. Hún finni til með fólki sem fari út í frosti og hvassviðri um miðjar nætur til að stela. Væntanlega til að greiða niður skuldir eða eitthvað í þeim dúrnum. Alexander tekur undir mikilvægi þess að fólk læsi hurðum sínum og ræði við börn sín. Tryggi heimili sín sem sé aðeins öðruvísi en til dæmis bílar. Hann hafi lent í því að farið hafi verið inn í ólæstan bíl hans í heimildarleysi. Það sé verra þegar reynt sé að fara inn á heimili. „Þessar myndavélar hjálpa, eins leiðinlegt og það er.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira