Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 22:43 Fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga, með breytingum fjárlaganefndar, var samþykkt í dag. vísir/vilhelm Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins. Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þingmenn Vinstri grænna, sem sögðu sig úr starfstjórninni, voru á meðal þeirra 24 þingmanna sem sátu hjá við atkvæðagreiðslu í dag. Deila um kílómetragjaldið svokallaða hefur staðið einna hæst frá því að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram í september. Gjaldinu sem var á endanum hent úr fjárlagafrumvarpi næsta árs, en það átti að skila ríkissjóði um sjö milljörðum króna. „Við fjármögnuðum það með því að hækka kolefnisgjaldið um sextíu prósent af því sem átti upphaflega að gera með kílómetragjaldinu. Svo tókum við af framkvæmdafélagi Landspítalans um tvo og hálfan milljarð. Við settum um þremur milljörðum minna í varsjóði og þannig náum við að skila fjárlögunum, og fjármagna allar breytingar án þess að auka á hallann,“ segir Vilhjálmur Árnason nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hallinn hafi því ekki aukist við meðferð þingsins, heldur hafi ný þjóðhagsspá gert ráð fyrir töluvert minni tekjum á þessu ári vegna kólnunar hagkerfisins. Vilhjálmur segir afgreiðslu frumvarpsins hafa mikla þýðingu hvað vaxtalækkun Seðlabankans varðar.vísir/vilhelm „Þetta er svokölluð hagsveiflujöfnun. Þetta er ekki vegna þess að við erum að setja meiri pening í umferð heldur er hagkerfið að bregðast við háum stýrivöxtum Seðlabankans. En þess vegna er mikilvægt, þegar Seðlabankinn ákveður vaxtalækkun, að aðhaldsstigið haldist óbreytt.“ Skuldir lækka hægar Gangi forsendur þjóðhagsspár eftir, með ágætum hagvexti strax á næsta ári, er útlit fyrir að hagkerfið nái mjúkri lendingu eftir þensluskeið síðastliðinna tveggja ára. Það er að minnsta kosti ályktun fjármálaráðuneytis í tilkynningu í dag. Þar segir að frumjöfnuður ríkissjóðs (afkoma án vaxtatekna og vaxtagjalda), verði jákvæður um 22 ma.kr., „eða 0,4% af VLF (vergri landsframleiðslu), á komandi ári en vaxtajöfnuður neikvæður um ríflega 80 ma.kr., eða 1,6% af VLF.“ Gert er ráð fyrir að halli á heildarafkomu ríkissjóðs muni nema um tæplega 59 milljarða króna á næsta ári, samanborið við 41 milljarð sem Sigurður Ingi lagði upp með við framlagningu í september. „Lakari afkoma endurspeglar ekki verri undirliggjandi rekstur ríkissjóðs heldur þvert á móti að markmið efnahagsstefnunnar um minni þenslu, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta ganga nú allhratt eftir. Vegna þessara breytinga í efnahagsaðstæðum verður aukning tekna minni en áður var spáð. Það hefur áhrif bæði á forsendur fjárlaga sem og endurmat afkomu á yfirstandandi ári.“ Skuldir ríkissjóðs muni áfram lækka á komandi ári en þó minna en áformað var í fjárlagafrumvarpinu. „Áætlað er að þær nemi 32,5% í árslok 2025, en 33,7% í árslok 2024, og lækki því um 1,2% milli ára. Skuldir ríkissjóðs á þennan mælikvarða náðu hámarki við rúmlega 33% af VLF árin 2021–2022 í kjölfar heimsfaraldursins og voru 22% af VLF árið 2019.“ Forgangsraðað í þágu viðkvæmra hópa Í fjárlagafrumvarpinu sé lögð áhersla á hóflegan raunvöxt útgjalda auk þess sem útgjöldum var forgangsraðað og hagrætt í þágu viðkvæmra hópa. Þetta frumvarp hafi nú orðið að lögum með þessum megináherslum. „Meðal verkefna á næsta ári má nefna upptöku á nýju örorkukerfi sem tekur gildi í september á næsta ári sem mun bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega. Kjör ellilífeyrisþega batna en almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% í ársbyrjun 2025. Aukinn þungi verður settur í inngildingu flóttafólks og innflytjenda í íslenskt samfélag og fjárframlög til styttingar málsmeðferðartíma við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd verða aukin,“ segir í tilkynningu ráðuneytis og ennfremur: „Framlög til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu verða aukin, sem og tengivegir víða um land. Hafist verður handa við byggingu Þjóðarhallar í innanhússíþróttum og áfram verður lögð áhersla á stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun og kvikmyndagerð. Þá verður byggt nýtt fangelsi í stað Litla-Hrauns. Í meðförum þingsins á frumvarpinu var jafnframt tryggð fjármögnun fyrir aðgerðir gegn ofbeldi meðal og gegn börnum og aukið fjármagn verður sett í uppbyggingu á afreksstarfi í íþróttum.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira