Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. nóvember 2024 08:45 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir því að taka stórar ákvarðanir á næstunni sem geta mótað efnahagslega framtíð landsins um ókomna tíð. Hugmyndir um að ráðast í stóraukna húsnæðisuppbyggingu, virkjanaframkvæmdir og jafnvel lækkun skatta, ásamt því að útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka samtímis til almennings, vekja skiljanlenlega áhuga kjósenda nú rétt fyrir Alþingiskosningar. Hvað þýða þessar hugmyndir í samhengi við stöðu ríkisfjármála og íslenskan vinnumarkað? Ríkissjóður Íslands hefur verið að jafna sig smátt og smátt eftir áskoranir undanfarinna ára, þar á meðal heimsfaraldur og aukinn hallarekstur því samhliða. Þó að halli ríkissjóðs hafi minnkað á síðasta ári, er skuldastaða hans ennþá mikil áskorun að vinna á. Aukin húsnæðisuppbygging og virkjanaframkvæmdir eru þó mikilvæg skref fyrir langtíma hagvöxt. Aukið framboð á húsnæði gæti dregið úr þrýstingi á fasteignamarkaði og fjárfestingar í orkuinnviðum gætu skapað ný tækifæri fyrir ýmsar atvinnugreinar. Hins vegar er ljóst að slík áform krefjast mikils vinnuafls, sem íslenskur vinnumarkaður á erfitt með að mæta. Á meðan atvinnuleysi er í lágmarki eins og staðan er nú á vinnumarkaði er óhjákvæmilegt að flytja inn erlenda starfsmenn. Ef skattalækkanir eru framkvæmdar, samhliða stórfelldum fjárfestingum í húsnæði og virkjunum, skapar það aukna fjárhagslega byrði fyrir ríkissjóð. Minnkandi tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld leiða til þess að ríkið þyrfti annað hvort að skera óhóflega niður í sínum rekstri eða auka lántökur, sem hækka þá aftur skuldir ríkisins og vaxtakostnað. Að útdeila hlutabréfum í Íslandsbanka með þjóðinni hefur verið kynnt sem hugmynd sem eykur jöfnuð og þátttöku almennings í eignarhaldi. Þó að þetta hljómi vel í eyrum kjósenda, þá myndi slíkt skerða framtíðararðgreiðslur til ríkissjóðs og mögulega veikja stöðu bankans á markaði. Þessa eign ætti frekar að nýta til að fjármagna framkvæmdir eða styrkja innviði í samfélaginu. Hvað ber að gera? Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum ríkisins með skýrri stefnu og varkárni. Að fara í framkvæmdir án þess að skapa of mikla þenslu og tryggja sjálfbærni ríkisfjármála er lykilatriði. Fjárfestingar í húsnæði og orkuinnviðum eru nauðsynlegar, en þær ættu að fara fram í samræmi við skýra áætlun um fjármögnun og mannafla. Þjóðhagslegur stöðugleiki og ábyrg hagstjórn verða að vera leiðarljósið. Það er verkefni okkar allra að leggja grunn að sjálfbæru hagkerfi sem þjónar bæði nútíð og framtíð. Það liggur í augum uppi að ekki er mögulegt að fara samtímis í að virkja meira, byggja meira, lækka skatta og útdeila eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka til almennings nema að það fari illa fyrir íslensku þjóðarbúi. Að halda öðru fram er rökvilla! Höfundur er byggingarverkfræðingur og stuðningsmaður Framsóknar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun