Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar 19. nóvember 2024 10:45 Það má sjá hversu lítil virðing er borin fyrir kennurum með því að horfa á stórskotaárás Telmu Tómasson á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. nóvember 2024. Þar kom fréttakonan skýrt fram með andúð og heift; andlit fagmennskunnar féll fyrir ómálefnalegum persónulegum skotum og dónaskap. Maður gæti haldið að hún ætti persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef svo er, þá er það mér torskilið af hverju þessi tiltekna fréttakona fékk veiðileyfi á formanninn – sérstaklega í ljósi þess að í ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður skýrt á um að: Siðir og venjur: Starfsmenn skulu sýna öllum þeim sem þeir ræða við starfs síns vegna virðingu og kurteisi. Hlutlægni, hlutleysi og leiðréttingar: Fréttamenn skulu gæta í hvívetna hlutlægni og sanngirni í fréttaflutningi. Að sýna viðmælendum virðingu og kurteisi er grunnregla í fagmennsku fjölmiðla. Þegar fréttamaður notar ómálefnaleg eða persónuleg skot brýtur það gegn þessum grundvallarreglum. Slík hegðun getur grafið undan trausti á fjölmiðlinum og valdið óþarfa skaða á viðkomandi einstaklingi – eins og ég tel að hafi gerst hér. Orðspor Telmu hefur skaðast eftir þessa ómálefnalegu árás. Hlutlægni í fréttaflutningi þýðir að skýra frá staðreyndum án þess að láta eigin skoðanir eða fordóma lita fréttina. Ef andúð og heift komu fram í framgöngu fréttamannsins, bendir það til brots á hlutleysi. Slíkt er í andstöðu við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla um sanngirni og jafnvægi í umfjöllun sinni. Kennarastarfið á krossgötum Kennarastarfið stendur á krossgötum. Á öllum skólastigum fækkar kennurum, og virðingarleysið sem þeir mæta dag eftir dag hefur áhrif langt umfram starfið sjálft. Við sem höfum lagt líf okkar í þetta mikilvæga starf höfum árum saman staðið vörð um hagsmuni barna og ungmenna, þrátt fyrir ómannlegt álag og ófullnægjandi stuðning. En hvar er virðingin? Hvar er viljinn til að standa við gefin loforð og tryggja fagmennsku í skólastarfi til framtíðar? Við höfum sýnt ótrúlegt langlundargeð sem nú virðist hafa verið mistúlkað sem veikleiki. Því miður er staðan sú að þeir sem halda um stjórnartaumana – hvort sem það er á sveitarstjórnarstigi, hjá ríkisvaldinu eða í fjölmiðlum – virðast telja að hægt sé að ganga endalaust á fagmennsku kennara án þess að bjóða neitt í staðinn. Það er grafalvarlegt mál. Ef ekkert breytist er hætt við að skólastarf verði að miklu leyti mannað af ófaglærðu (þó yndislegu) fólki. Það myndi óhjákvæmilega draga úr faglegum kröfum sem núverandi kennarar hafa lagt sig fram við að viðhalda og þróa. Það er ekki léttvæg skylda sem kennarar axla. Við snertum við lífum barna og fjölskyldna þeirra. Við byggjum upp framtíð samfélagsins með því að tryggja að börnin okkar fái bestu mögulegu menntun og umönnun. En þessi ábyrgð og eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu okkar virðist ekki endurspeglast í viðhorfum þeirra sem fara með völdin. Persónuleg reynsla Ég hef starfað sem kennari í sex ár, með fimm ára háskólamenntun að baki – bæði B.Ed. og M.Ed. gráður. Ég hef lagt mikið í að undirbúa mig fyrir þetta starf, sem krefst ekki aðeins fagþekkingar heldur einnig djúps skilnings á þörfum barna og samfélagsins í heild. Ég hef lagt mig fram af ástríðu við að styðja nemendur mína og hjálpa þeim að ná árangri, og ég hef lagt mitt af mörkum til að efla menntun í landinu. Nú er ég gengin 30 vikur með fyrsta barn mitt og horfi til fæðingarorlofsins fram undan. Í stað þess að finna til öryggis og tilhlökkunar, finn ég fyrir kvíða. Kvíða vegna launaseðils míns, sem ég veit að mun ekki nægja til að tryggja fjölskyldu minni það öryggi sem við þurfum á að halda. Þetta er óþægileg staða sem gerir það að verkum að ég fer í orlofið með áhyggjur í stað þess að njóta þessa tímamóta í lífi mínu. En það sem ég kvíði jafnvel enn meira er það sem tekur við að loknu orlofi. Ég veit ekki hvort ég muni snúa aftur í kennslu. Ekki vegna þess að ég hafi ekki áhuga eða ástríðu fyrir starfinu, heldur vegna þess sem stéttin hefur þurft að þola undanfarin ár. Orðræða, virðingarleysi, skítkast og skilningsleysi hafa verið viðvarandi frá því ég hóf störf sem kennari, og löngu þar áður, því miður. Það er erfitt að gefa allt í starf sem maður elskar, en fá svo litla viðurkenningu og virðingu á móti. Ábyrgð samfélagsins Kennarastéttin er burðarás samfélagsins – við byggjum upp framtíðina. Þrátt fyrir það virðist sem það sé lítill skilningur á því hversu mikilvæg störf okkar eru. Við erum fagmenntaðir sérfræðingar, með mikla ábyrgð á herðum okkar, en við höfum þurft að þola sífelldan skort á stuðningi, hvort sem það er í formi launa, aðbúnaðar eða almenns skilnings. Ég vil trúa því að ég geti snúið aftur til kennslu eftir orlofið með von í hjarta. En eins og staðan er í dag, þá velti ég fyrir mér hvort það sé skynsamlegt. Þetta er ekki bara spurning um laun eða starfsumhverfi. Þetta er spurning um virðingu – virðingu fyrir okkur sem kennum, fyrir störfum okkar og fyrir því sem við leggjum af mörkum til samfélagsins. Ef við viljum tryggja gæði og fagmennsku í skólakerfinu, þarf að snúa þessari þróun við. Og það þarf að gerast núna. Annars verður afleiðingin sú að fleiri kennarar, eins og ég, munu neyðast til að íhuga að leita annarra leiða. Það er ekki það sem ég vil – en það er það sem raunveruleikinn krefur mig til að hugsa um. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það má sjá hversu lítil virðing er borin fyrir kennurum með því að horfa á stórskotaárás Telmu Tómasson á Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 17. nóvember 2024. Þar kom fréttakonan skýrt fram með andúð og heift; andlit fagmennskunnar féll fyrir ómálefnalegum persónulegum skotum og dónaskap. Maður gæti haldið að hún ætti persónulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Ef svo er, þá er það mér torskilið af hverju þessi tiltekna fréttakona fékk veiðileyfi á formanninn – sérstaklega í ljósi þess að í ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður skýrt á um að: Siðir og venjur: Starfsmenn skulu sýna öllum þeim sem þeir ræða við starfs síns vegna virðingu og kurteisi. Hlutlægni, hlutleysi og leiðréttingar: Fréttamenn skulu gæta í hvívetna hlutlægni og sanngirni í fréttaflutningi. Að sýna viðmælendum virðingu og kurteisi er grunnregla í fagmennsku fjölmiðla. Þegar fréttamaður notar ómálefnaleg eða persónuleg skot brýtur það gegn þessum grundvallarreglum. Slík hegðun getur grafið undan trausti á fjölmiðlinum og valdið óþarfa skaða á viðkomandi einstaklingi – eins og ég tel að hafi gerst hér. Orðspor Telmu hefur skaðast eftir þessa ómálefnalegu árás. Hlutlægni í fréttaflutningi þýðir að skýra frá staðreyndum án þess að láta eigin skoðanir eða fordóma lita fréttina. Ef andúð og heift komu fram í framgöngu fréttamannsins, bendir það til brots á hlutleysi. Slíkt er í andstöðu við þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla um sanngirni og jafnvægi í umfjöllun sinni. Kennarastarfið á krossgötum Kennarastarfið stendur á krossgötum. Á öllum skólastigum fækkar kennurum, og virðingarleysið sem þeir mæta dag eftir dag hefur áhrif langt umfram starfið sjálft. Við sem höfum lagt líf okkar í þetta mikilvæga starf höfum árum saman staðið vörð um hagsmuni barna og ungmenna, þrátt fyrir ómannlegt álag og ófullnægjandi stuðning. En hvar er virðingin? Hvar er viljinn til að standa við gefin loforð og tryggja fagmennsku í skólastarfi til framtíðar? Við höfum sýnt ótrúlegt langlundargeð sem nú virðist hafa verið mistúlkað sem veikleiki. Því miður er staðan sú að þeir sem halda um stjórnartaumana – hvort sem það er á sveitarstjórnarstigi, hjá ríkisvaldinu eða í fjölmiðlum – virðast telja að hægt sé að ganga endalaust á fagmennsku kennara án þess að bjóða neitt í staðinn. Það er grafalvarlegt mál. Ef ekkert breytist er hætt við að skólastarf verði að miklu leyti mannað af ófaglærðu (þó yndislegu) fólki. Það myndi óhjákvæmilega draga úr faglegum kröfum sem núverandi kennarar hafa lagt sig fram við að viðhalda og þróa. Það er ekki léttvæg skylda sem kennarar axla. Við snertum við lífum barna og fjölskyldna þeirra. Við byggjum upp framtíð samfélagsins með því að tryggja að börnin okkar fái bestu mögulegu menntun og umönnun. En þessi ábyrgð og eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu okkar virðist ekki endurspeglast í viðhorfum þeirra sem fara með völdin. Persónuleg reynsla Ég hef starfað sem kennari í sex ár, með fimm ára háskólamenntun að baki – bæði B.Ed. og M.Ed. gráður. Ég hef lagt mikið í að undirbúa mig fyrir þetta starf, sem krefst ekki aðeins fagþekkingar heldur einnig djúps skilnings á þörfum barna og samfélagsins í heild. Ég hef lagt mig fram af ástríðu við að styðja nemendur mína og hjálpa þeim að ná árangri, og ég hef lagt mitt af mörkum til að efla menntun í landinu. Nú er ég gengin 30 vikur með fyrsta barn mitt og horfi til fæðingarorlofsins fram undan. Í stað þess að finna til öryggis og tilhlökkunar, finn ég fyrir kvíða. Kvíða vegna launaseðils míns, sem ég veit að mun ekki nægja til að tryggja fjölskyldu minni það öryggi sem við þurfum á að halda. Þetta er óþægileg staða sem gerir það að verkum að ég fer í orlofið með áhyggjur í stað þess að njóta þessa tímamóta í lífi mínu. En það sem ég kvíði jafnvel enn meira er það sem tekur við að loknu orlofi. Ég veit ekki hvort ég muni snúa aftur í kennslu. Ekki vegna þess að ég hafi ekki áhuga eða ástríðu fyrir starfinu, heldur vegna þess sem stéttin hefur þurft að þola undanfarin ár. Orðræða, virðingarleysi, skítkast og skilningsleysi hafa verið viðvarandi frá því ég hóf störf sem kennari, og löngu þar áður, því miður. Það er erfitt að gefa allt í starf sem maður elskar, en fá svo litla viðurkenningu og virðingu á móti. Ábyrgð samfélagsins Kennarastéttin er burðarás samfélagsins – við byggjum upp framtíðina. Þrátt fyrir það virðist sem það sé lítill skilningur á því hversu mikilvæg störf okkar eru. Við erum fagmenntaðir sérfræðingar, með mikla ábyrgð á herðum okkar, en við höfum þurft að þola sífelldan skort á stuðningi, hvort sem það er í formi launa, aðbúnaðar eða almenns skilnings. Ég vil trúa því að ég geti snúið aftur til kennslu eftir orlofið með von í hjarta. En eins og staðan er í dag, þá velti ég fyrir mér hvort það sé skynsamlegt. Þetta er ekki bara spurning um laun eða starfsumhverfi. Þetta er spurning um virðingu – virðingu fyrir okkur sem kennum, fyrir störfum okkar og fyrir því sem við leggjum af mörkum til samfélagsins. Ef við viljum tryggja gæði og fagmennsku í skólakerfinu, þarf að snúa þessari þróun við. Og það þarf að gerast núna. Annars verður afleiðingin sú að fleiri kennarar, eins og ég, munu neyðast til að íhuga að leita annarra leiða. Það er ekki það sem ég vil – en það er það sem raunveruleikinn krefur mig til að hugsa um. Höfundur er grunnskólakennari.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun