Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:16 Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun