Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 23:17 Neymar er að renna út á samning hjá Al-Hilal næsta sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla. Getty/Yasser Bakhsh Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Neymars er í mikilli óvissu samkvæmt erlendum fjölmiðlum þar sem hann hefur lítið getað spilað í Sádí Arabíu vegna meiðsla. Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira