Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2024 21:42 Valgeir Lunddal Friðriksson átti erfitt kvöld eins og öll varnarlína Íslands. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira