Þessi öflugi sænski framherji hefur raðað inn mörkum með bæði portúgalska félaginu Sporting Lissabon sem og með sænska landsliðinu.
Gyökeres skoraði fernu í 6-0 stórsigri Svía á Aserbaídjan í lokaleik liðsins í C-deild Þjóðadeildarinnar.
Svíar voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild í næstu Þjóðadeild.
Gyökeres skoraði annað mark Svía á 26. mínútu, þriðja markið á 37. mínútu, fimmta markið á 58. mínútu og sjötta markið á 70. mínútu.
Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, skoraði hin mörk Svía í leiknum. Mörkin hans komu Svíum í 1-0 á 10. mínútu og í 4-0 á 57. mínútu.
Alexander Isak, leikmaður Newcastle, klikkaði aftur á móti á vítaspyrnu í leiknum.
Gyökeres skoraði þar með níu mörk í sex leikjum Svía í Þjóðadeildinni.