Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 07:30 Lárus Orri Sigurðsson er á því að þetta sé komið gott hjá Åge Hareide og að hann eigi að hætta með íslenska landsliðið. Getty/Catherine Ivill/S2 Sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira