Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 07:30 Lárus Orri Sigurðsson er á því að þetta sé komið gott hjá Åge Hareide og að hann eigi að hætta með íslenska landsliðið. Getty/Catherine Ivill/S2 Sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira