„Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Craig Bellamy veifaði fingri þegar Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mótmælti þriðja marki Wales í gær. Davíð Snorri fékk að lokum gult spjald, eins og Bellamy hafði reyndar fengið fyrr í leiknum. Getty/Nick Potts Craig Bellamy stýrði Wales til 4-1 sigurs gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi og þar með vann Wales sinn riðil í B-deildinni, og komst beint upp í A-deild. Hann er stoltur af sjálfum sér og vill sýna fólki að hann sé enginn brjálæðingur. Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira