Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 09:42 Kosningaauglýsing Gerards Hutch, leiðtoga Hutch-glæpasamtakanna, í Dyflinni á Írlandi. „Við þurfum breytingar og ég er ykkar maður,“ segir í henni. Vísir/Getty Höfuðpaur skipulagðra glæpasamtaka er á meðal þrettán frambjóðenda sem bítast um fjögur sæti miðborgar Dyflinnar á írska þinginu. Hann var nýlega sýknaður af aðild að morði sem hratt af stað gengjastríði árið 2016. Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon. Írland Erlend sakamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Pascal Donohoe, ráðherra opinberra útgjalda í ríkisstjórn Fine Gael, og Mary Lou McDonald, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins Sinn Fein keppast um hylli kjósenda í Dyflinni fyrir kosningar sem fara fram 29. nóvember. Á kjörseðlinum með þeim er Gerard „munkurinn“ Hutch sem er talinn höfuðpaur Hutch-glæpasamtakanna sem stundar meðal annars fíkniefnasölu. Hutch var í fyrra sýknaður af aðild að morði á Regency-hótelinu í Dyflinni árið 2016. Gengið var sagt hafa skipulagt árás sex manna á liðsmann Kinehan-glæpagengisins sem var skotinn til bana við vigtun fyrir hnefaleikakeppni. Átján manns voru myrtir til viðbótar í kjölfar morðsins á hótelinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Glæpaforinginn sagði dagblaðinu Sunday World í gær að hann byði sig fram til þess að einhver talaði máli uppeldishverfis hans. „Við eigum þingmenn þessa stundina en engan málsvara, það er það sem ég heyri á götunum frá fólki og það hefur beðið mig um að fara fram,“ sagði Hutch. Mótframbjóðendur Hutch gefa lítið fyrir skyndilegan áhuga hans á stjórnmálum. Gerry Gannon, þingmaður Sósíaldemókrata, benti á að að Hutch hefði búið á Kanaríeyjum og velmegandi úthverfi Dyflinnar undanfarin ár. „Þetta samfélag glímir við áfall sem nær kynslóðir aftur í tímann. Það verður ekki leyst með fólki sem þykist ætla að verða einhvers konar bjargvættur,“ sagði Gannon.
Írland Erlend sakamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira