Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 17:15 Ruben Amorim þegar hann mætti í viðtal við MUTV stöðina á Old Trafford. Getty/Ash Donelon Rúben Amorim er tekinn við liði Manchester United en ólíkt forvera sínum þá fær hann ekki að kaupa leikmenn fyrir stórfé í næsta glugga. Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Eric ten Hag, sem United lét fara á dögunum, fékk að eyða 564 milljónum punda í nýja leikmenn á sínum tíma sem er það mesta hjá knattspyrnustjóra félagsins síðan að Sir Alex Ferguson réði ríkjum. Mörg af þessum kaupum Ten Hag hafa ollið miklum vonbrigðum og dýrir leikmenn komast varla í hópinn, hvað þá í liðið. Það þarf að bæta innkaupastefnu félagsins og því verður ekki anað út í nein kaup í janúar. ESPN hefur heimildir fyrir því að skilaboðin til Amorim frá eigendum United væru þau að hann þyrfti bara að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem væru þegar hjá félaginu. Samkvæmt fyrrnefndum heimildarmönnum þá er lítill peningur til hjá United eins og við höfum reyndar séð í alls konar sparnaðaraðgerðum á síðustu mánuðum. Það eru breyttar áherslur og nú þarf Portúgalinn að framkalla svipuð kraftaverk og hann gerði hjá Sporting Lissabon. Sporting seldi leikmenn fyrir miklu hærri upphæð en þeir keyptu menn fyrir þessi sigursælu ár Amorim þar. Honum tókst að búa til fullt af stjörnum þar en það er vissulega nóg af stjörnum í herbúðum United. Vantar frekar bara að þeir nýti hæfileika sína inn á vellinum. Það styttist í fyrsta leik United undir stjórn Amorim sem er á móti Ipswich Town á Portman Road á sunnudaginn. Hinn 39 ára gamli Amorim fær ekki margar æfingar með öllu liðinu enda hafa margir verið uppteknir með landsliðum sínum. Liðið stóð sig vel undir stjórn Ruud van Nistelrooy og það er strax komin önnur ára í kringum liðið en þegar Ten Hag sat í stjórastólnum. Liðið er samt bara í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og því þarf mikið átak til að koma liðinu aftur í Meistaradeildarsæti. Amorim er því kominn í mjög krefjandi og pressumikið starf en það verða mörg augu á honum og liðinu í fyrstu leikjunum. Stuðningsmenn Manchester United geta aftur á móti hætt að láta sig dreyma um nýja og öfluga leikmenn í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira