Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar 20. nóvember 2024 19:45 Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda. Í allri þessari umræðu gleymist jafnan að fólkið í landinu – þeir sem í raun eiga löggjafarvaldið hafa sitthvað um þetta að segja. Í Norðurárdal í Borgarfirði eru áform um að pota upp einhverjum vindmyllugarði og virðist Borgarbyggð ætla aðgerlega að gera þetta í andstöðu við nær allra íbúa þar á svæðinu. Vindorkuver á Esjunni Hvernig myndu íbúar höfuðborgarsvæðisins lítast á blikuna ef fyrirhugað væri að pota þessum óskapnaði upp á Esjuna? Og nú svelgdust örugglega einhverjir á kaffisopanum og aðrir hrista hausinn yfir þessu rugli í mér. En stöldrum aðeins við. Esjan er kjörinn staður fyrir vindorkuver. Það er tiltölulega flatt uppi á Esjunni, samgöngur eru góðar og aðgengi þangað mjög gott. Það er einnig stór kostur að það er ekki langt í dreifikerfið. Þetta er m.ö.o. „príma staðsetning“! Hvers vegna ættu Borgfirðingar að sætta sig við svona yfirgang, en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins? Það hlýtur að vera augljós krafa að komandi ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga standi með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Það verður að búa þannig um hlutina að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar