Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:14 Margir eru efins um að öldungadeildin muni staðfesta tilnefningu Gaetz. AP/Alex Brandon Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins er klofin eftir flokkslínum varðandi það hvort birta eigi skýrslu um rannsókn nefndarinnar á meintum brotum Matt Gaetz. Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Gaetz, þingmaður Repúblikanaflokksins, sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndinni vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri. Hann sagði hins vegar af sér eftir að Donald Trump tilnefndi hann dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Deilurnar í siðanefndinni snúast þannig um það hvort birta eigi skýrsluna, sem var svo gott sem tilbúin þegar Gaetz var tilnefndur, en nefndin hefur ekkert boðvald lengur yfir honum nú þegar hann er hættur. Gaetz mun þurfa að sæta yfirheyrslu öldungadeildarþingmanna sem munu ráða því hvort hann verður skipaður. Ljóst þykir að meint brot hans munu verða þar til umræðu. Óháð því hvort skýrsla siðanefndarinnar verður birt eru gögn þegar farin að leka, meðal annars frá rannsókn ákæruvaldsins. Það lét mál Gaetz niður falla en hafði áður kortlagt greiðslur frá þingmanninum fyrrverandi og félögum hans til hvors annars og kvenna, sem grunur leikur á um að mennirnir hafi greitt fyrir kynlíf. New York Times hefur birt mynd sem sýnir hvernig greiðslur gengu á milli um greiðsluforritið Venmo, meðal annars frá Gaetz til tveggja kvenna sem báru vitni um að hann hefði greitt þeim fyrir kynlíf. Fólkið er sagt tengjast í gegnum „kynlífspartý“ sem voru haldin á árunum 2017 til 2020.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira