Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 10:32 Rúmenía og Kósovó mættust í Búkarest, í Þjóðadeildinni, og var staðan markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli. Rúmeníu var dæmdur 3-0 sigur en Kósovóar ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu. Getty/Vasile Mihai-Antonio Knattspyrnusamband Kósovó telur UEFA ýta undir rasisma með ákvörðun sinni um að dæma Rúmeníu 3-0 sigur gegn Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta. Kósovóar ætlar að leita til CAS, alþjóða íþróttadómstólsins, og Svíar fylgjast spenntir með. UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
UEFA dæmdi Rúmeníu 3-0 sigur í leik sem var markalaus þegar leikmenn Kósovó gengu af velli og neituðu að klára leikinn, vegna rasískra hrópa stuðningsmanna Rúmeníu. Í frétt á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó segir að Rúmenar hafi fengið eins leiks áhorfendabann hjá UEFA og verið sektaðir, vegna kynþáttaníðs og/eða óviðeigandi hegðunar stuðningsmanna, til viðbótar við að dæma samt Rúmeníu sigur. Við þetta ætlar knattspyrnusamband Kósovó ekki að una og segir á heimasíðu sinni að úrskurður UEFA sé einmitt staðfesting á því að leikmenn Kósovó hafi orðið fyrir kynþáttaníði, og því brugðist við eins og þeir gerðu. „Þetta mál er ekki bara barátta fyrir fótboltann í Kósovó, heldur barátta gegn rasisma og hvers konar mismunun,“ segir á heimasíðu knattspyrnusambands Kósovó. Niðurstaðan gæti skipt miklu máli fyrir Svía Hver sem endanleg niðurstaða verður þá gæti hún skipt miklu máli fyrir Svía. Ef að Rúmenar fá stigin þrjú fyrir sigur enda þeir með 18 stig í sínum riðli í C-deildinni. Svíar enduðu með 16 í sínum riðli. Að óbreyttu er Rúmenía því hærra á forgangslista yfir lið sem gætu farið í umspil um sæti á HM 2026, komist þau ekki þangað eða beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári. Fjögur bestu liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM, komast í umspilið. Sem stendur eru það Spánn, Portúgal, Þýskaland og Frakkland en ljóst er að það mun breytast því þessi lið, og næstu lið á listanum, eru afar líkleg til að komast beint á HM eða í umspilið, í gegnum undankeppnina. Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig). Þannig kemst San Marínó í HM-umspilið ef tíu af liðunum hér fyrir ofan enda í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppni HM á næsta ári. Ísland gæti mætt Kósovó í óvenjulegu einvígi Þess má að lokum geta að Kósovó er eitt af fjórum liðum sem Ísland gæti dregist gegn, þegar dregið verður í umspil Þjóðadeildarinnar. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó.
Röð þjóðanna inn í HM-umspilið (Landslið sem unnu sína riðla) A4: Spánn (16 stig). A1: Portúgal (14 stig). A3: Þýskaland (14 stig). A2: Frakkland (13 stig). B2: England (15 stig). B3: Norgegur (13 stig). B4: Wales (12 stig). B1: Tékkland (11 stig). C2: Rúmenía (18 stig). C1: Svíþjóð (16 stig). C4: Norður-Makedónía (16 stig). C3: Norður-Írland (11 stig). D2: Moldóva (9 stig). D1: San Marínó (7 stig).
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira