Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar 21. nóvember 2024 15:15 Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í bernsku minni malaði útvarpið stöðugt. Ég man eftir þægilegum röddum á rás tvö. Útvarpsleikfimin skýrmælt. Og svo var stundum stinningskaldi og súld á stöku stað svo sem á Fonti og Dalatanga. Um seinni partinn tók Sigurður G. Tómasson og hans fólk öll völd með Þjóðarsálinni sálugu sem verður að teljast einn albesti útvarpsþáttur sögunnar. Kvöldmaturinn var snæddur klukkan sjö og enn malaði útvarpið. Kjarnyrt íslenskan dundi á mér klukkutímunum saman dag hvern án þess að ég gæfi því einhvern sérstakakan gaum. Fyrir keppnisferðir þurfti maður að safna. Ganga í hús, selja penna og betla dósir. Við strákarnir notuðumst við kort af hverfinu. Göturnar voru flestar kenndar við ýmis trjáheiti, sumar við áttir og aðrar við fólk. Sumar hétu skrýtnum nöfnum sem maður reyndi að fá útskýringu á. Þegar ég var tíu ára fékk ég tólf bækur í jólagjöf. Lalli Ljósastaur stóð upp úr. Góður! Framboð af nammi var allt annað. Til að verða sér úti um nokkurra vikna nammilager þurfti að leggja á sig. Vikum saman hittumst við og æfðum fyrir Öskudaginn. Vopnaðir mörgum vel æfðum lögum örkuðum við tímunum saman um bæinn og sungum m.a. um mann sem stýrði dýrum knerri. Á ferðum fjölskyldunnar suður og austur var lítið annað að gera en að stara út um gluggann. Stundum var mér sagt frá hinum og þessum örnefnum, jafnvel smá sögumoli með. Best fannst mér sagan af sláturkeppinum í Borgarvirki. --- Þessi melankólísku skrif mín að ofan eru ekki eitthvert raus um að allt hafi verið betra í gamla daga. Síður en svo! – æska landsins hefur að mörgu leyti aldrei verið jafn vel heppnuð að mínu mati. Þessi skrif mín eru tilraun til að varpa ljósi á það hvernig íslenskan átti greiða leið að eyrum mínum og margra jafnaldra minna á hverjum degi – og að ég hafi numið hana að miklu leyti utan skólans. Ég lærði ekki orðið táberg í skóla. Ég lærði ekki orðið knörr í skóla. Ég lærði ekki nafnorðið brá í skóla. Ég lærði ekki orðið sláturkeppur í skóla. Ég lærði ekki orðið tangi í skóla. Orðin urðu á vegi mínum við aðstæður sem eru meir og minna hættar að myndast í umhverfi barna og unglinga dagsins í dag. Á þessum grunni gat ég svo fengist við hin og þessi verkefni í skólanum og unnið dýpra með tungumálið. Kann að vera að hinar ýmsu breytingar sem hafa orðið á lifnaðarháttum okkar, hvernig hlutirnir eru gerðir, hvernig tæknin gerir suma hluti auðveldari, sé áhrifabreyta þegar kemur að lesskilningi barna? Ég hef trú á því að svo sé, en hversu mikil áhrifin eru gæti verið ansi krefjandi að rannsaka, en með vísindalegum aðferðum sérfræðinga væri það hugsanlega hægt. Og læt ég því hér staðar numið. Höfundur er tækniheftur grunnskólakennari sem ólst upp á tíunda áratugnum og var í hægferð í ensku.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun