Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar 21. nóvember 2024 16:02 Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun