Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 23:19 Krakkpípan er nokkuð áberandi á styttunni. Instagram Tveir bandarískir listamann hafa framkvæmd gjörning við höggverk Nínu Sæmundsson í MacArthur almenningsgarðinum í Los Angeles. Listamennirnir hafa bætt við höggverkið, sem er af guðinum Prómeþeifi, pípu til að reykja vímuefni með. Í umfjöllum málið í Los Angeles Times segir að listamennirnir vilji með gjörningnum vekja athygli því að almenningsgarðurinn sé orðinn að miðstöð vímuefna, fíknar og örvæntingar. Styttan var reist í garðinum árið1935 og kallast Promotheus eða Prómeþeifur á íslensku. Listamaðurinn, Nína Sæmundsson, var íslensk kona sem starfaði og bjó stærstan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum. Hún var myndhöggvari og listmálari. Nýi veggplattinn sem lýsir verkinu.Instagram Þekktust er hún fyrir höggmyndir sínar, þar á meðal Sofandi drengur og Móðurást sem er að finna í Lækjargötu. Þá er hún einnig þekkt fyrir höggmynd sína Afrekshug sem stendur yfir aðalanddyri Waldorf-Astoria hótelsins í New York. Afsteypu styttunnar má finna í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli. Afsteypa Hafmeyju Nínu frá 1948, sem afhjúpuð var á Tjörninni í Reykjavík 1959, var sprengd í loft upp á nýársdag 1960. Ný bronsafsteypa, gjöf frá Smáralind verslunarmiðstöðinni, var sett upp á Tjörninni 2014. Í umfjöllun Los Angeles Times um breytinguna á verkinu er haft eftir listamönnunum S.C. Mero og Wild Life að þau hafi viljað vekja athygli á slæmri stöðu garðsins. Við styttuna settu þau veggplatta þar sem þau útskýra breytinguna. Í stað þess að lýsa Promotheus sem guði framsýninnar, elds og sem kenndi mannfólki að beisla eldinn segir á plattanum að hann hafi gefið mannfólki eldinn svo það geti „nýtt sér fentanýl, krakk-kókaín og metamfetamín.“ Nína við vinnu við gerð höggverksins árið 1923UCLA Í umfjölluninni segir enn fremur að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á styttunni. Reglulega hafi verið brotin af henni hluti handar eða fótar. Þá hafi aðrar styttur í garðinum einnig fengið sömu meðferð. Umfjöllun Los Angeles Times er hér. Bandaríkin Fíkn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Afrekshugur hafmeyjunnar Nínu Sæmundsson Nína S. er einstaklega falleg bók og sögu þessarar listakonu á heimsmælikvarða ættu sem flestir að kynna sér. 10. desember 2015 09:45 Nafn hennar flaug yfir Bandaríkin á einni nóttu Sýning á verkum Nínu Sæmundsson (1892-1965) sem gerði höggmyndalist að ævistarfi verður opnuð á morgun í Listasafni Íslands. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri og höfundur nýrrar bókar: Nína S. 5. nóvember 2015 11:30 Leitar að Nínu í fórum landsmanna Hrafnhildur Schram listfræðingur undirbýr sýningu á verkum Nínu Sæmundsson og leitar að höggmyndum sem gætu leynst víða á íslenskum heimilum. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Í umfjöllum málið í Los Angeles Times segir að listamennirnir vilji með gjörningnum vekja athygli því að almenningsgarðurinn sé orðinn að miðstöð vímuefna, fíknar og örvæntingar. Styttan var reist í garðinum árið1935 og kallast Promotheus eða Prómeþeifur á íslensku. Listamaðurinn, Nína Sæmundsson, var íslensk kona sem starfaði og bjó stærstan hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum. Hún var myndhöggvari og listmálari. Nýi veggplattinn sem lýsir verkinu.Instagram Þekktust er hún fyrir höggmyndir sínar, þar á meðal Sofandi drengur og Móðurást sem er að finna í Lækjargötu. Þá er hún einnig þekkt fyrir höggmynd sína Afrekshug sem stendur yfir aðalanddyri Waldorf-Astoria hótelsins í New York. Afsteypu styttunnar má finna í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli. Afsteypa Hafmeyju Nínu frá 1948, sem afhjúpuð var á Tjörninni í Reykjavík 1959, var sprengd í loft upp á nýársdag 1960. Ný bronsafsteypa, gjöf frá Smáralind verslunarmiðstöðinni, var sett upp á Tjörninni 2014. Í umfjöllun Los Angeles Times um breytinguna á verkinu er haft eftir listamönnunum S.C. Mero og Wild Life að þau hafi viljað vekja athygli á slæmri stöðu garðsins. Við styttuna settu þau veggplatta þar sem þau útskýra breytinguna. Í stað þess að lýsa Promotheus sem guði framsýninnar, elds og sem kenndi mannfólki að beisla eldinn segir á plattanum að hann hafi gefið mannfólki eldinn svo það geti „nýtt sér fentanýl, krakk-kókaín og metamfetamín.“ Nína við vinnu við gerð höggverksins árið 1923UCLA Í umfjölluninni segir enn fremur að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á styttunni. Reglulega hafi verið brotin af henni hluti handar eða fótar. Þá hafi aðrar styttur í garðinum einnig fengið sömu meðferð. Umfjöllun Los Angeles Times er hér.
Bandaríkin Fíkn Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Afrekshugur hafmeyjunnar Nínu Sæmundsson Nína S. er einstaklega falleg bók og sögu þessarar listakonu á heimsmælikvarða ættu sem flestir að kynna sér. 10. desember 2015 09:45 Nafn hennar flaug yfir Bandaríkin á einni nóttu Sýning á verkum Nínu Sæmundsson (1892-1965) sem gerði höggmyndalist að ævistarfi verður opnuð á morgun í Listasafni Íslands. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri og höfundur nýrrar bókar: Nína S. 5. nóvember 2015 11:30 Leitar að Nínu í fórum landsmanna Hrafnhildur Schram listfræðingur undirbýr sýningu á verkum Nínu Sæmundsson og leitar að höggmyndum sem gætu leynst víða á íslenskum heimilum. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Afrekshugur hafmeyjunnar Nínu Sæmundsson Nína S. er einstaklega falleg bók og sögu þessarar listakonu á heimsmælikvarða ættu sem flestir að kynna sér. 10. desember 2015 09:45
Nafn hennar flaug yfir Bandaríkin á einni nóttu Sýning á verkum Nínu Sæmundsson (1892-1965) sem gerði höggmyndalist að ævistarfi verður opnuð á morgun í Listasafni Íslands. Hrafnhildur Schram er sýningarstjóri og höfundur nýrrar bókar: Nína S. 5. nóvember 2015 11:30
Leitar að Nínu í fórum landsmanna Hrafnhildur Schram listfræðingur undirbýr sýningu á verkum Nínu Sæmundsson og leitar að höggmyndum sem gætu leynst víða á íslenskum heimilum. 23. maí 2015 12:00