Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar 22. nóvember 2024 14:30 Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við hugleiðum arfleifð stjórnmálanna núna þegar gengið verður til kosninga í lok nóvember þá er af mörgu að taka. Unga fólkið Unga fólkið okkar, sem við ættum að styðja á allan hátt til að koma sér upp húsnæði og fjölskyldu, er látið bera hitann og þungann af því að halda niðri verðbólgu. Sem það olli ekki. Og ef það er uppvíst að því eiga eitthvað aflögu þá eru vextir hækkaðir enn meira til að ná því af þeim. Er vandi skólanna kannski að hluta lítill tími, stress og þreyta foreldra? Vaxtaokur er að sliga ungar fjölskyldur og smærri fyrirtæki Verðbólgan Vitað hefur verið í mörg ár að vísitölutenging er valdur að því að stýritæki Seðlabankans virka illa og hefur Seðlabankastjóri bent á þetta. Önnur stýritæki virka jafn illa eða enn verr vegna vísitölutengingar. Ekkert hefur verið gert í þessu. Vísitalan hefur verið reiknuð með húsnæðisliðnum inni. Þetta er séríslensk aðferð. Hún er ekki höfð með í öðrum löndum. Þetta veldur viðbótar hækkun lána og annarra samninga og áætlana þar sem vísitalan er notuð. Þetta er innbyggður þensluvaldur. Burt með vísitölutengingar lána. Loftslagsmál Íslendingar hafa um langt skeið notað vistvæna orku til heimilisnotkunar og til reksturs fyrirtækja, stórra og smárra. Samt sem áður hefur þetta ekki verið talið landsmönnum til tekna og við flokkuð sem verstu sóðar. Svo langt er gengið að við þurfum nú að kaupa losunarheimildir af þjóðum sem standa sig mun verr en við og okkur er hótað búsifjum ef við þrengjum ekki enn frekar að okkur. Utanríkismál Íslendingar hafa löngum talið sig friðarsinna og í gegnum allt kalda stríðið gátum við haldið talsambandi við allar þjóðir og nutum virðingar þess vegna. Þess vegna var fundurinn haldinn í Höfða á sínum tíma. Nú er staðan sú að það er eins og ráðherra utanríkismála sé gengin í björg og ætlar hún að sigra öflugasta kjarnorkuveldi heimsins. Í stað þess að tala fyrir friði og samskiptum höfum við tekið til að hvetja til átaka og erum farin að greiða háar fjárhæðir til vopnakaupa. Lífeyrissjóðir Lífeyrissjóðir landsmanna eru nú mjög stórir hlutabréfaeigendur víða í atvinnulífinu, ekki síst í smásölugeiranum, tryggingum, lánastofnunum og húsaleigufélögum. Í stað þess að fjárfesta í innviðum og öðrum hagkvæmum langtímafjárfestingum þá hafa þeir hagsmuni af því að halda uppi vöruverði, vöxtum og húsnæðisverði. Líta má á iðgjöld í lífeyrissjóði sem skatt frekar en eign. Allt bendir til þess. Og hverjum dettur í hug að nota skattfé til að spila með á hlutabréfamarkaði Ágætu kjósendur. Stjórnmálin hafa brugðist á svo mörgum sviðum. Miklu fleira mætti telja upp en ég læta þetta duga og bendi á að verkin tala. Höfundur skipar 1. sæti á L lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun