Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Sjá meira
Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar