„RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2024 23:34 Snorri Másson er oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Einar Snorri Másson ber Ríkisútvarpið þungum sökum í nýju myndbandi sem farið hefur eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Hann segir fjölmiðilinn vera líklega einna lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi, og segir hann hafa fjallað undarlega um Miðflokkinn á Tiktok. „Hvað er Miðflokkurinn?“ spyr RÚV í myndbandinu sem Snorri tekur til umfjöllunar, en þar er því haldið fram að, þrátt fyrir nafnið, sé Miðflokkurinn líklega lengst til hægri af þeim flokkum sem sitja á þingi. Miðflokkurinn svarar þessu og spyr: „Hvað er RÚV?“, áður en Snorri segir miðilinn líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Snorri heldur svo áfram og segir að vinstri slagsíðan væri ekkert stórmál, nema fyrir þær sakir að skattgreiðendur þurfa að borga fyrir „allt dæmið“. Snorri tók svo til umfjöllun Ríkisútvarpsins um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum, en þau sögðu yfirlýsta stefnu flokksins vera að enginn kæmi til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 „Þarna er ekki tekið fram að við viljum í staðinn fyrir þetta hafa stjórn á málunum sjálf. Bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins og taka þá almennilega á móti því, ólíkt því óreiðuástandi sem nú ríkir,“ Þá sagði hann einnig að snúið væri út úr stefnu flokksins í loftslagsmálum. Í lokinn tekur hann fyrir kynningu Ríkisútvarpsins á Samfylkingunni í sambærilegu myndbandi á Tiktok, þar sem þau segja meginstefnu flokksins vera „jöfnuður, sjálfbærni og friður,“ „Miðflokkurinn styður þetta reyndar líka allt, en þið gleymduð að taka það fram ... Það mætti halda að markmiðið sé að láta okkur koma svolítið illa út,“ segir Snorri. Fyrst og fremst tilraun til að réttlæta atriðin sem komu fram um Miðflokkinn Snorri segir að hann hafi fundið fyrir einhverjum undarlegum undirtóni í umræddu Tiktok myndbandi, og flokkurinn hafi viljað gera þetta myndband til að fara yfir örfá atriði. „Ég get auðvitað ekki borað mér leið inn í heilabú þessa fjölmiðlafólks til að fullyrða svo fullum fetum að þaðan sé rekin tiltekin pólitísk stefna af einbeittum ásetningi. En það er þó upplifun sífellt fleiri hlustenda að hlutleysis sé ekki gætt. Það ber að taka alvarlega. Mínar athugasemdir voru þó fyrst og fremst tilraun til að réttlæta ákveðin atriði sem komu fram um okkur,“ segir Snorri. Hins vegar sé ekki galið að álykta út frá viðbrögðunum við myndbandinu að það sé tiltölulega útbreidd tilfinning meðal fólks að þessarar tilhneigingar gæti hjá Ríkisútvarpinu. „Mér finnst þetta alveg umræða sem vert er að taka, hvort að Ríkisútvarpið endurspegli eitthvað sem fólk telur almennt vera hlutlausa nálgun á stjórnmálin. Það er erfitt, það er ekkert einfalt að gæta hlutleysis,“ segir Snorri. Á vissan hátt sé óhjákvæmilegt að ákveðin pólitík myndist í flestum fjölmiðlum, það myndist ákveðin menning. Því sé það viss ómöguleiki að vera alveg hlutlaus, þótt það sé alltaf yfirlýst stefna. Sú annars göfuga stefna sé hæpnari í því upplýsingaumhverfi sem við búum við núna. Fólk geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald með frjálsri ráðstöfun útvarpsgjaldsins Snorri segir að tillaga Miðflokksins um að fólk ákveði sjálft til hvaða fjölmiðils útvarpsgjaldið renni, leysi þennan vanda. Hann tekur þó sérstaklega fram að hugmyndin sé vitaskuld ótengd því hvernig þeim finnist pólitíkin liggja hjá Ríkisútvarpinu núna. Slíkt geti verið breytilegt eftir umhverfi, málið sé prinsippmál. „Ef að það ríkir 100 prósent almenn ánægja með ríkisútvarpið eins og það er núna, þá myndi engin breyting verða á og við fengjum það staðfest að það ríkir sátt um þetta. Ef fólk myndi hins vegar streyma í aðrar áttir myndi RÚV kannski líta á það sem skilaboð frá markaðnum um að það þurfi að hegða sér meira í takt við vilja fólks og þá væri það líka góð niðurstaða,“ segir Snorri. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Hvað er Miðflokkurinn?“ spyr RÚV í myndbandinu sem Snorri tekur til umfjöllunar, en þar er því haldið fram að, þrátt fyrir nafnið, sé Miðflokkurinn líklega lengst til hægri af þeim flokkum sem sitja á þingi. Miðflokkurinn svarar þessu og spyr: „Hvað er RÚV?“, áður en Snorri segir miðilinn líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Snorri heldur svo áfram og segir að vinstri slagsíðan væri ekkert stórmál, nema fyrir þær sakir að skattgreiðendur þurfa að borga fyrir „allt dæmið“. Snorri tók svo til umfjöllun Ríkisútvarpsins um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum, en þau sögðu yfirlýsta stefnu flokksins vera að enginn kæmi til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 „Þarna er ekki tekið fram að við viljum í staðinn fyrir þetta hafa stjórn á málunum sjálf. Bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins og taka þá almennilega á móti því, ólíkt því óreiðuástandi sem nú ríkir,“ Þá sagði hann einnig að snúið væri út úr stefnu flokksins í loftslagsmálum. Í lokinn tekur hann fyrir kynningu Ríkisútvarpsins á Samfylkingunni í sambærilegu myndbandi á Tiktok, þar sem þau segja meginstefnu flokksins vera „jöfnuður, sjálfbærni og friður,“ „Miðflokkurinn styður þetta reyndar líka allt, en þið gleymduð að taka það fram ... Það mætti halda að markmiðið sé að láta okkur koma svolítið illa út,“ segir Snorri. Fyrst og fremst tilraun til að réttlæta atriðin sem komu fram um Miðflokkinn Snorri segir að hann hafi fundið fyrir einhverjum undarlegum undirtóni í umræddu Tiktok myndbandi, og flokkurinn hafi viljað gera þetta myndband til að fara yfir örfá atriði. „Ég get auðvitað ekki borað mér leið inn í heilabú þessa fjölmiðlafólks til að fullyrða svo fullum fetum að þaðan sé rekin tiltekin pólitísk stefna af einbeittum ásetningi. En það er þó upplifun sífellt fleiri hlustenda að hlutleysis sé ekki gætt. Það ber að taka alvarlega. Mínar athugasemdir voru þó fyrst og fremst tilraun til að réttlæta ákveðin atriði sem komu fram um okkur,“ segir Snorri. Hins vegar sé ekki galið að álykta út frá viðbrögðunum við myndbandinu að það sé tiltölulega útbreidd tilfinning meðal fólks að þessarar tilhneigingar gæti hjá Ríkisútvarpinu. „Mér finnst þetta alveg umræða sem vert er að taka, hvort að Ríkisútvarpið endurspegli eitthvað sem fólk telur almennt vera hlutlausa nálgun á stjórnmálin. Það er erfitt, það er ekkert einfalt að gæta hlutleysis,“ segir Snorri. Á vissan hátt sé óhjákvæmilegt að ákveðin pólitík myndist í flestum fjölmiðlum, það myndist ákveðin menning. Því sé það viss ómöguleiki að vera alveg hlutlaus, þótt það sé alltaf yfirlýst stefna. Sú annars göfuga stefna sé hæpnari í því upplýsingaumhverfi sem við búum við núna. Fólk geti veitt Ríkisútvarpinu aðhald með frjálsri ráðstöfun útvarpsgjaldsins Snorri segir að tillaga Miðflokksins um að fólk ákveði sjálft til hvaða fjölmiðils útvarpsgjaldið renni, leysi þennan vanda. Hann tekur þó sérstaklega fram að hugmyndin sé vitaskuld ótengd því hvernig þeim finnist pólitíkin liggja hjá Ríkisútvarpinu núna. Slíkt geti verið breytilegt eftir umhverfi, málið sé prinsippmál. „Ef að það ríkir 100 prósent almenn ánægja með ríkisútvarpið eins og það er núna, þá myndi engin breyting verða á og við fengjum það staðfest að það ríkir sátt um þetta. Ef fólk myndi hins vegar streyma í aðrar áttir myndi RÚV kannski líta á það sem skilaboð frá markaðnum um að það þurfi að hegða sér meira í takt við vilja fólks og þá væri það líka góð niðurstaða,“ segir Snorri.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisútvarpið Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira