Downman er enskur, sóknarsinnaður miðjumaður sem þrátt fyrir ungan aldur er í dag leikmaður U18-liðs Arsenal, og hefur raunar verið það síðan í fyrrahaust þegar hann var enn 13 ára.
Honum er spáð afar bjartri framtíð og ekki minnkaði eftirvæntingin í október þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Ungmennadeildar UEFA, með því að skora í leik gegn Atalanta.
Jack Wilshere, þáverandi þjálfari U18-liðs Arsenal, ræddi um Downman við heimasíðu Arsenal síðasta vor og sagði:
„Það fylgir því alltaf óróleiki að tefla fram svona ungum leikmanni, en ef maður er nógu góður þá er maður nógu gamall,“ sagði Wilshere.
🔴⚪️✨ Arsenal’s 14 year old talent Max Dowman, again in training with first team here with Mikel Arteta. pic.twitter.com/xmNLarNybi
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2024
„Dowman þarf að ná meiri stöðugleika en hann er bara 14 ára og er ekki enn byrjaður með CGSE [nám í Englandi fyrir 14-16 ára]. Við verðum að fá jafnvægi á milli þess að hann leiki sér og njóti eins og aldur hans gefur tilefni til, en að hann fái líka að leggja eins mikið á sig og hægt er,“ sagði Wilshere.
Arsenal-menn eru greinilega ekki hræddir við að gefa hinum unga Dowman tækifæri og hefur þessi 14 ára leikmaður eins og fyrr segir fengið að mæta á æfingar hjá Mikel Arteta, með aðalliði félagsins.