Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 15:59 Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að gera frábæra hluti hjá Inter. Getty/Pier Marco Tacca Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í dag, þriðja leikinn í röð, þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Cecilía hefur átt frábæra leiktíð hingað til eftir komuna til Inter í sumar, og fengið á sig langfæst mörk allra í ítölsku deildinni. Hún hefur alls haldið marki Inter hreinu í fimm af níu deildarleikjum sem hún hefur spilað, oftast allra markvarða í deildinni, og aðeins fengið á sig fimm mörk í hinum leikjunum. Alls hefur Inter fengið á sig sex mörk í deildinni hingað til, þremur færri en næsta lið í þeim efnum sem er topplið Juventus sem á eftir leik við Como á morgun. Inter komst með sigrinum í dag upp fyrir Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, í 2. sæti deildarinnar með 24 stig. Juventus er með 26 stig og Fiorentina 22 stig. Napoli er í 8. sæti með sex stig. Í harðri samkeppni í landsliðinu Cecilía, sem er 21 árs, er í afar harðri samkeppni um markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu nú þegar sífellt styttist í Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Hún lék fyrri vináttulandsleikinn gegn Bandaríkjunum ytra á dögunum, og Telma Ívarsdóttir þann seinni. Fanney Inga Birkisdóttir, sem var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM í sumar, missti af leikjunum við Bandaríkin vegna höfuðmeiðsla. Þær þrjár eru í hópnum sem mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember í vináttulandsleikjum á Pinatar Arena á Spáni. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Cecilía hefur átt frábæra leiktíð hingað til eftir komuna til Inter í sumar, og fengið á sig langfæst mörk allra í ítölsku deildinni. Hún hefur alls haldið marki Inter hreinu í fimm af níu deildarleikjum sem hún hefur spilað, oftast allra markvarða í deildinni, og aðeins fengið á sig fimm mörk í hinum leikjunum. Alls hefur Inter fengið á sig sex mörk í deildinni hingað til, þremur færri en næsta lið í þeim efnum sem er topplið Juventus sem á eftir leik við Como á morgun. Inter komst með sigrinum í dag upp fyrir Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, í 2. sæti deildarinnar með 24 stig. Juventus er með 26 stig og Fiorentina 22 stig. Napoli er í 8. sæti með sex stig. Í harðri samkeppni í landsliðinu Cecilía, sem er 21 árs, er í afar harðri samkeppni um markvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu nú þegar sífellt styttist í Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Hún lék fyrri vináttulandsleikinn gegn Bandaríkjunum ytra á dögunum, og Telma Ívarsdóttir þann seinni. Fanney Inga Birkisdóttir, sem var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM í sumar, missti af leikjunum við Bandaríkin vegna höfuðmeiðsla. Þær þrjár eru í hópnum sem mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember í vináttulandsleikjum á Pinatar Arena á Spáni.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“ Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári. 21. október 2024 08:31