Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:54 Íslenska landsliðið fékk að koma upp á svið hjá sjálfum Ed Sullivan í eftirminnilegri ferð fyrir 50 árum síðan. Kaninn Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma. Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport.
Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01
Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32