Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:22 Calin Georgescu háði sína baráttu að mestu á TikToko. Vísir/AP Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins. Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins.
Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira