Læknar aflýstu boðuðum aðgerðum sem áttu að hefjast á miðnætti og nú skal reynt til þrautar að landa samningi. Þá eru viðræður enn í gangi á milli kennara annarsvegar og fulltrúa sveitarfélaga og ríkis hinsvegar. Þar bættist í flóru þeirra skóla sem eru í verkfalli í morgun.
Enn gýs á Reykjanesi og við heyrum í fulltrúa þeirra sem hafa verið að reyna að kæla hraunið við varnargarðana en sú aðgerð þykir hafa gengið vel.
Einnig fjöllum við um Ráðgjafa-og greiningarstöð, sen vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu, að sögn forstjóra.
Í íþróttunum verður fókusinn svo settur á Euro Basket, en Íslendingar mæta Ítölum ytra í kvöld.