Hin sautján ára gamla Bryndís Klara Birgisdóttir lést eftir árásina og tvö önnur ungmenni særðust. Sextán ára piltur er grunaður um árásina.
Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið sent til héraðssaksóknara. Mbl.is greindi fyrst frá.
Að sögn Eiríks er pilturinn enn í gæsluvarðhaldi.