Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 13:32 Sara Þöll Finnbogadóttir er í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins. LUF Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF. Félagasamtök Belgía Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF.
Félagasamtök Belgía Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira