Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Ynda Eldborg skrifa 25. nóvember 2024 16:51 Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Hinsegin Málefni trans fólks Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Við þurfum samhent þjóðarátak til að uppræta fordóma, og ofbeldi í garð hinsegin fólks, sérstaklega trans fólks í okkar samfélagi. Ísland státar sig af því á alþjóðavettvangi að vera regnbogaparadís. Þó svo að það sé ákveðinn stuðningur fólginn í því að mála regnbogagötur og mæta með fána í Pride göngur þá þarf það jafnframt að vera metnaðarmál almennings og stjórnvalda hverju sinni að ráðast í nauðsynlegar kerfislegar og samfélagslegar breytingar sem bæta líf og tilveru allra. Það á vera pláss fyrir öll börn og ungmenni í okkar samfélagi. Vinstri græn hafa lagt ríka áherslu á að bæta stöðu trans fólks t.d. með lögum um kynrænt sjálfræði og lögum um atvinnuöryggi trans fólks en mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í stjórnartíð Vinstri grænna. Lög um kynrænt sjálfræði eru mikilvæg réttarbót sem við verðum að standa vörð um. Þó svo að reglugerð um sérklefa hafi verið sett fyrr á þessu ári þá er mikilvægt að ganga enn lengra þannig að ákvæði um sérklefa nái lika til skólahúsnæðis, allra opinberra stofnana sem og eldri íþróttamannvirkja. Staðan í dag er óboðleg og það er ekki í lagi að börn séu látin nýta skúringakompur sem skiptiklefa. Bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks, ekki síst trans fólks undanfarin ár. Það er sorglegt að heyra málflutning stjórnmála fólks og flokka sem vilja afnema lögin um kynrænt sjálfræði og útiloka skilning á málefnum trans fólks úr allri fræðslu og samfélagslegri umræðu. Mikilvægt er því að tryggja fullnægjandi aðgang að kynstaðfestandi meðferð s.s. hormóna blokkerum og kross hormónum fyrir börn og ungmenni. Einnig er mikilvægt að styðja betur við aðstandendur trans barna og ungmenna en nú er gert. Aukin hatursorðræða, áreitni og ofbeldi í gegn trans börnum og ungmennum á ekki að líðast í okkar samfélagi. Mikilvægt er að setja skýran lagaramma utan um hatursorðræðu og hatursglæpi. Grundvallaratriði er að bæta alla þjónustu við trans börn og ungmenni, foreldra þeirra og forsjáraðila. Langir biðlistar hjá transteymi barna og ójafnt aðgengi vegna búsetu er áhyggjuefni. Stöndum með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra í komandi Alþingiskosningum, kjósum Vinstri græn sem hafa sýnt það í verki að þau láta sig varða málefni allra barna. Velferð trans barna er í húfi! Höfundar eru baráttukonur fyrir réttindum og öryggi transbarna og eru í framboði fyrir Vinstri græn í Reykjavíkurkjördæmum Norður og Suður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun