Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf. „Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
„Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira