Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2024 13:01 Sigursteinn Arndal messar yfir FH-ingunum sínum. fh Samfélagsmiðladeild FH leyfði stuðningsmönnum sínum og öðrum handboltaáhugamönnum að skyggnast bak við tjöldin í leik liðsins gegn Gummersbach í Evrópudeildinni. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var nefnilega með hljóðnema á sér í leiknum. FH-ingar hafa nú frumsýnt afraksturinn af því en fylgst var með Sigursteini inni í búningsklefa fyrir leik og á hliðarlínunni meðan á leik stóð. Í innslaginu, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, má meðal annars sjá Sigurstein hvetja sína menn til dáða í klefanum fyrir verkefnið ærna gegn strákunum hans Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach. „Ég var aðeins að skoða þetta. Fjórir af tíu leikjahæstu leikmönnum FH frá upphafi [í Evrópukeppni] sitja hérna inni í þessum klefa. Fjöldinn allur hefur spilað yfir tuttugu leiki. Með öðrum orðum, það er massa reynsla hérna í bland við massa greddu. Nýir menn að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Við ætlum að nýta okkur þetta; reynslu og greddu,“ sagði Sigursteinn meðal annars. Klippa: Sigursteinn Arndal með hljóðnema á sér FH-ingar létu þýska liðið hafa fyrir hlutunum en töpuðu á endanum með átta marka mun, 32-24. FH tekur á móti Toulouse í lokaleik sínum í H-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var nefnilega með hljóðnema á sér í leiknum. FH-ingar hafa nú frumsýnt afraksturinn af því en fylgst var með Sigursteini inni í búningsklefa fyrir leik og á hliðarlínunni meðan á leik stóð. Í innslaginu, sem má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, má meðal annars sjá Sigurstein hvetja sína menn til dáða í klefanum fyrir verkefnið ærna gegn strákunum hans Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach. „Ég var aðeins að skoða þetta. Fjórir af tíu leikjahæstu leikmönnum FH frá upphafi [í Evrópukeppni] sitja hérna inni í þessum klefa. Fjöldinn allur hefur spilað yfir tuttugu leiki. Með öðrum orðum, það er massa reynsla hérna í bland við massa greddu. Nýir menn að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Við ætlum að nýta okkur þetta; reynslu og greddu,“ sagði Sigursteinn meðal annars. Klippa: Sigursteinn Arndal með hljóðnema á sér FH-ingar létu þýska liðið hafa fyrir hlutunum en töpuðu á endanum með átta marka mun, 32-24. FH tekur á móti Toulouse í lokaleik sínum í H-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira