Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Lárus Orri Sigurðsson kallar eftir Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara. Hann sé betur undirbúinn fyrir starfið en forverarnir Arnar Þór og Eyjólfur. Vísir/Samsett Fyrrum landsliðsmaðurinn Lárus Orri Sigurðsson segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að Åge Hareide lyki störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Hann kallar eftir Arnari Gunnlaugssyni sem eftirmanni Hareide. „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Hann var búinn að gera sitt held ég. Ég held það hafi sýnt sig á þessum tíma hans með landsliðið að það voru vissir hlutir sem voru ekki í lagi. Ég held það hafi verið óumflýjanlegt að fara í þjálfaraskipti núna,“ segir Lárus Orri í samtali við íþróttadeild. Hareide hafi verið réttur maður þegar hann tók við en nú sé tímabært að leita annað. „Þegar maður lítur til baka verðum við náttúrulega að þakka honum fyrir hans tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og var kannski það sem við þurftum á þeim tímapunkti. Við þurftum einhvern sem var með mikla reynslu, með þekkingu og virðingu í leiknum. Hann kom með það til okkar þá en eftir þetta eina og hálfa ár held ég að nú sé kominn réttur tímapunktur að skipta um þjálfara,“ segir Lárus Orri. Nú hætti Hareide sjálfur, fremur en að honum hafi verið sagt upp. Lárus segir það skipta litlu hvernig starfslokin báru að. Þetta sé rétta niðurstaðan og nú sé komið að næsta manni í starfið. „Ég held þetta sé rétt ákvörðun fyrir íslenska landsliðið. Eins og hefur verið talað um er þetta mjög spennandi lið sem við erum með núna og bjartir tímar fram undan. Sérstaklega ef við náum að koma einhverjum stöðugleika á varnarleikinn,“ segir Lárus Orri en hver er þá rétti maðurinn til að taka við starfinu? Kallar eftir Arnari í starfið „Ég horfi til Arnars Gunnlaugssonar. Ég held hann sé á flottum tímapunkti að fara í þetta starf núna. Ég held hann geti gert góða hluti þarna,“ segir Lárus. Lárus Orri (t.v.) ásamt fyrrum landsliðsmanninum Kára Árnasyni, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. KSÍ gæti þurft að hringja í þann síðarnefnda til að fá leyfi til að ræða við Arnar Gunnlaugsson.Vísir Þorvaldur Örlygsson sagði í samtali við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að íslenskum kosti en erlendum í starfið. Lárus segir kost við Arnar felast í þeirri reynslu sem hann hafi sankað að sér í þjálfun. Aðrir íslenskir þjálfarar sem hafa stýrt karlalandsliðinu hafi ekki gert það áður en þeir tóku við. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að það er ekki gott að setja þjálfara þarna inn sem eru með litla reynslu. Flottir þjálfarar eins og Arnar Þór Viðarsson, þetta var erfið staða fyrir hann út af reynsluleysi. Eyjólfur Sverrisson fór mjög reynslulítill inn í þetta, flottur þjálfari líka, en það reyndist þeim erfitt,“ segir Lárus Orri. Reynslan sé meiri hjá Arnari Arnar Þór stýrði landsliðinu frá 2020 til 2023 og vann sex leiki af 31. Hann hafði áður stýrt Cercle Brugge í hálfa leiktíð, auk þess sem hann stýrði U21 árs liðum bæði Cercle og Lokeren og U21 árs landsliði Íslands. Eyjólfur var landsliðsþjálfari 2006 til 2007 og vann tvo leiki af 14. Hann hafði aðeins þjálfað U21 árs landslið Íslands áður en hann tók við A-landsliðinu. Til samanburðar hefur Arnar Gunnlaugsson verið þjálfari Víkings frá 2018 og stýrt liðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla og fjögurra bikartitla. Liðið er einnig að blómstra í Evrópukeppni undir hans stjórn. „Arnar er búinn að taka út sinn skóla og vinna alla þessa titla hérna. Ég held hann sé tilbúinn í þetta starf. Ég held hann eigi eftir að gera góða hluti í þessu starfi og þetta starf verði einnig stór stökkpunktur fyrir hann í enn stærri hluti,“ segir Lárus Orri. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Hann var búinn að gera sitt held ég. Ég held það hafi sýnt sig á þessum tíma hans með landsliðið að það voru vissir hlutir sem voru ekki í lagi. Ég held það hafi verið óumflýjanlegt að fara í þjálfaraskipti núna,“ segir Lárus Orri í samtali við íþróttadeild. Hareide hafi verið réttur maður þegar hann tók við en nú sé tímabært að leita annað. „Þegar maður lítur til baka verðum við náttúrulega að þakka honum fyrir hans tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og var kannski það sem við þurftum á þeim tímapunkti. Við þurftum einhvern sem var með mikla reynslu, með þekkingu og virðingu í leiknum. Hann kom með það til okkar þá en eftir þetta eina og hálfa ár held ég að nú sé kominn réttur tímapunktur að skipta um þjálfara,“ segir Lárus Orri. Nú hætti Hareide sjálfur, fremur en að honum hafi verið sagt upp. Lárus segir það skipta litlu hvernig starfslokin báru að. Þetta sé rétta niðurstaðan og nú sé komið að næsta manni í starfið. „Ég held þetta sé rétt ákvörðun fyrir íslenska landsliðið. Eins og hefur verið talað um er þetta mjög spennandi lið sem við erum með núna og bjartir tímar fram undan. Sérstaklega ef við náum að koma einhverjum stöðugleika á varnarleikinn,“ segir Lárus Orri en hver er þá rétti maðurinn til að taka við starfinu? Kallar eftir Arnari í starfið „Ég horfi til Arnars Gunnlaugssonar. Ég held hann sé á flottum tímapunkti að fara í þetta starf núna. Ég held hann geti gert góða hluti þarna,“ segir Lárus. Lárus Orri (t.v.) ásamt fyrrum landsliðsmanninum Kára Árnasyni, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. KSÍ gæti þurft að hringja í þann síðarnefnda til að fá leyfi til að ræða við Arnar Gunnlaugsson.Vísir Þorvaldur Örlygsson sagði í samtali við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að íslenskum kosti en erlendum í starfið. Lárus segir kost við Arnar felast í þeirri reynslu sem hann hafi sankað að sér í þjálfun. Aðrir íslenskir þjálfarar sem hafa stýrt karlalandsliðinu hafi ekki gert það áður en þeir tóku við. „Við höfum séð það í gegnum tíðina að það er ekki gott að setja þjálfara þarna inn sem eru með litla reynslu. Flottir þjálfarar eins og Arnar Þór Viðarsson, þetta var erfið staða fyrir hann út af reynsluleysi. Eyjólfur Sverrisson fór mjög reynslulítill inn í þetta, flottur þjálfari líka, en það reyndist þeim erfitt,“ segir Lárus Orri. Reynslan sé meiri hjá Arnari Arnar Þór stýrði landsliðinu frá 2020 til 2023 og vann sex leiki af 31. Hann hafði áður stýrt Cercle Brugge í hálfa leiktíð, auk þess sem hann stýrði U21 árs liðum bæði Cercle og Lokeren og U21 árs landsliði Íslands. Eyjólfur var landsliðsþjálfari 2006 til 2007 og vann tvo leiki af 14. Hann hafði aðeins þjálfað U21 árs landslið Íslands áður en hann tók við A-landsliðinu. Til samanburðar hefur Arnar Gunnlaugsson verið þjálfari Víkings frá 2018 og stýrt liðinu til tveggja Íslandsmeistaratitla og fjögurra bikartitla. Liðið er einnig að blómstra í Evrópukeppni undir hans stjórn. „Arnar er búinn að taka út sinn skóla og vinna alla þessa titla hérna. Ég held hann sé tilbúinn í þetta starf. Ég held hann eigi eftir að gera góða hluti í þessu starfi og þetta starf verði einnig stór stökkpunktur fyrir hann í enn stærri hluti,“ segir Lárus Orri.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51