Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir og Sigurþóra Bergsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 10:41 Mörgum er tíðrætt um geðheilbrigðismál í kosningum. Auðvelt er að slengja fram fullyrðingum um að bæta þurfi geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Þegar komið er inn í kjörklefann er hins vegar gott að spyrja sig hvaða flokkur hefur trúverðugleika þegar kemur að því að leggja fram lausnir sem raunverulega munu bæta kerfið, lausnir sem virka, en ekki bara frasa sem hljóma vel. Snemmtæk íhlutun Rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar og „planinu“ fyrir komandi kosningar er að byggja á gagnreyndri þekkingu. Lausnum sem virka. Við vitum að gagnreynd sálfræðimeðferð skilar árangri þegar kemur að algengum og vægum geðröskunum. Við vitum líka að snemmtæk íhlutun getur haft jákvæð fyrirbyggjandi áhrif og komið í veg fyrir örorku síðar á lífsleiðinni þegar kemur að alvarlegri geðröskunum. Á þeirri hugmyndafræði byggir Bergið Headspace, kostnaðarlaus lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk sem einblínir á snemmtæka íhlutun. Á þeirri hugmyndafræði byggir einnig Laugarásinn, sem er sérhæfð snemmtæk íhlutun fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi. Þessa þjónustu viljum við byggja upp af enn meiri krafti í samvinnu við fagaðila. Fyrsta stigs þjónusta Við teljum mikilvægt að styrkja fyrsta stigs-, annars stigs- og þriðja stigs þjónustu. Ein aðgerð mun ekki duga til að styrkja geðheilbrigðismál á Íslandi. Því viljum við styrkja heilsugæslustöðvar með því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu þar. Það felur ekki í sér að verkefnum verði hlaðið á heilsugæslustöðvar, einstaklingar þurfi áfram að bíða vikum saman eftir því að hitta lækni, sem síðar sendir tilvísun í sálfræðiviðtal sem aftur krefst margra vikna og jafnvel mánaða biðar. Við viljum leysa þetta - og útrýma því að tilvísunar er þörf frá lækni til þess að hægt sé að veita sálfræðiþjónustu á heilsugæslu, enda hafa rannsóknir sýnt fram á árangur sjálfstilvísana til sálfræðinga. Þá þarf að fjölga verulega sálfræðingum á heilsugæslum landsins, enda á þér ekki að vera mismunað út frá því hvar þú býrð með tilliti til þess hvort möguleiki sé á að þú fáir sálfræðiþjónustu. Annars stigs þjónusta Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa verið í þróun síðastliðin tuttugu ár og eru mjög eftirsótt viðbót við geðheilbrigðiskerfið. Teymin ná hins vegar ekki að anna þeirri eftirspurn eða þeirri þörf sem til staðar er. Við viljum efla geðheilsuteymin þannig að aðgengi verði jafnara um allt land, og þannig að þau haldi í við þá eftirspurn og þörf sem er til staðar. Samfylkingin hefur stutt niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Tryggja þarf á sama tíma að gæðaeftirlit sé virkt, að kerfin tali betur saman og að fjármagn sé vel nýtt og fylgi þörf. Þá þarf að endurskoða núverandi samning Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga, fjölga þeim sjúkdómsgreiningum og geðröskunum sem hann tekur til og tryggja að SÍ hafi jafnframt bolmagn til þess að sinna því eftirliti sem ætlast er til af stofnuninni. Þetta á við um alla heilbrigðisþjónustu sem samið er um í gegnum SÍ. Þriðja stigs þjónusta Í íslensku heilbrigðiskerfi eru færri sálfræðingar á sjúkrahúsum en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Úr þessu viljum við bæta. En það sem er mikilvægast af öllu er að uppbyggingu nýs geðsjúkrahúss verði hraðað eins og kostur er. Fyrir þessu hefur Samfylkingin barist á Alþingi í mörg ár og lagt fram þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðspítala. Þetta fjárfestingarverkefni getur ekki mætt afgangi. Nýlega heimsóttum við Klepp þar sem uppbygging nýrrar öryggisgeðdeildar var stöðvuð í miðjum klíðum vegna skorts á fjármagni. Úr þessu viljum við bæta – og það krefst pólitísks vilja, forgangsröðunar og skilnings sem við búum yfir í Samfylkingunni. Höggvum á hnúta Ljóst er að geðheilbrigði stýrist ekki aðeins af þeirri þjónustu sem er veitt, heldur einnig af félagslegum aðstæðum fólks og þar hefur ríkisvaldið mikið að segja. Síðastliðin ár hafa úrræði, til að mynda fyrir börn með fjölþættan vanda, verið lögð niður trekk í trekk en ekkert komið í staðinn. Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að fjármagna slík úrræði en ríkið hefur ekki komið til móts við þau í nægilega miklum mæli. Úrræði sem þessi eru kostnaðarsöm til styttri tíma en hafa sýnt gríðarlegan ábáta fyrir samfélagið til lengri tíma. Þau hafa ekki verið byggð upp í takt við þörf, en ljóst er að þörfin hverfur ekki. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fjármögnun slíkra úrræða – enda er ljóst að skaðinn getur orðið mikill ef einstaklingar með fjölþættan félagslegan og geðrænan vanda fá ekki þá félagslegu aðstoð sem þörf er á. Það er alveg ljóst að varanleg rekstrarútgjöld til eflingar geðheilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu verða ekki fjármögnuð með sölu á eignum eða með meiriháttar niðurskurði í annarri velferðarþjónustu. Nú er kominn tími á nýtt upphaf Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin fáum við til þess umboð í komandi kosningum 30. nóvember. Þar er margt undir – en við höfum þá þekkingu, reynslu og innsýn sem þarf til þess að koma breytingum á í geðheilbrigðiskerfinu. Ragna Sigurðardóttir, læknir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins-Headspace, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um geðheilbrigðismál í kosningum. Auðvelt er að slengja fram fullyrðingum um að bæta þurfi geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Þegar komið er inn í kjörklefann er hins vegar gott að spyrja sig hvaða flokkur hefur trúverðugleika þegar kemur að því að leggja fram lausnir sem raunverulega munu bæta kerfið, lausnir sem virka, en ekki bara frasa sem hljóma vel. Snemmtæk íhlutun Rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar og „planinu“ fyrir komandi kosningar er að byggja á gagnreyndri þekkingu. Lausnum sem virka. Við vitum að gagnreynd sálfræðimeðferð skilar árangri þegar kemur að algengum og vægum geðröskunum. Við vitum líka að snemmtæk íhlutun getur haft jákvæð fyrirbyggjandi áhrif og komið í veg fyrir örorku síðar á lífsleiðinni þegar kemur að alvarlegri geðröskunum. Á þeirri hugmyndafræði byggir Bergið Headspace, kostnaðarlaus lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk sem einblínir á snemmtæka íhlutun. Á þeirri hugmyndafræði byggir einnig Laugarásinn, sem er sérhæfð snemmtæk íhlutun fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi. Þessa þjónustu viljum við byggja upp af enn meiri krafti í samvinnu við fagaðila. Fyrsta stigs þjónusta Við teljum mikilvægt að styrkja fyrsta stigs-, annars stigs- og þriðja stigs þjónustu. Ein aðgerð mun ekki duga til að styrkja geðheilbrigðismál á Íslandi. Því viljum við styrkja heilsugæslustöðvar með því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu þar. Það felur ekki í sér að verkefnum verði hlaðið á heilsugæslustöðvar, einstaklingar þurfi áfram að bíða vikum saman eftir því að hitta lækni, sem síðar sendir tilvísun í sálfræðiviðtal sem aftur krefst margra vikna og jafnvel mánaða biðar. Við viljum leysa þetta - og útrýma því að tilvísunar er þörf frá lækni til þess að hægt sé að veita sálfræðiþjónustu á heilsugæslu, enda hafa rannsóknir sýnt fram á árangur sjálfstilvísana til sálfræðinga. Þá þarf að fjölga verulega sálfræðingum á heilsugæslum landsins, enda á þér ekki að vera mismunað út frá því hvar þú býrð með tilliti til þess hvort möguleiki sé á að þú fáir sálfræðiþjónustu. Annars stigs þjónusta Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa verið í þróun síðastliðin tuttugu ár og eru mjög eftirsótt viðbót við geðheilbrigðiskerfið. Teymin ná hins vegar ekki að anna þeirri eftirspurn eða þeirri þörf sem til staðar er. Við viljum efla geðheilsuteymin þannig að aðgengi verði jafnara um allt land, og þannig að þau haldi í við þá eftirspurn og þörf sem er til staðar. Samfylkingin hefur stutt niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Tryggja þarf á sama tíma að gæðaeftirlit sé virkt, að kerfin tali betur saman og að fjármagn sé vel nýtt og fylgi þörf. Þá þarf að endurskoða núverandi samning Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga, fjölga þeim sjúkdómsgreiningum og geðröskunum sem hann tekur til og tryggja að SÍ hafi jafnframt bolmagn til þess að sinna því eftirliti sem ætlast er til af stofnuninni. Þetta á við um alla heilbrigðisþjónustu sem samið er um í gegnum SÍ. Þriðja stigs þjónusta Í íslensku heilbrigðiskerfi eru færri sálfræðingar á sjúkrahúsum en gengur og gerist í samanburðarlöndum. Úr þessu viljum við bæta. En það sem er mikilvægast af öllu er að uppbyggingu nýs geðsjúkrahúss verði hraðað eins og kostur er. Fyrir þessu hefur Samfylkingin barist á Alþingi í mörg ár og lagt fram þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðspítala. Þetta fjárfestingarverkefni getur ekki mætt afgangi. Nýlega heimsóttum við Klepp þar sem uppbygging nýrrar öryggisgeðdeildar var stöðvuð í miðjum klíðum vegna skorts á fjármagni. Úr þessu viljum við bæta – og það krefst pólitísks vilja, forgangsröðunar og skilnings sem við búum yfir í Samfylkingunni. Höggvum á hnúta Ljóst er að geðheilbrigði stýrist ekki aðeins af þeirri þjónustu sem er veitt, heldur einnig af félagslegum aðstæðum fólks og þar hefur ríkisvaldið mikið að segja. Síðastliðin ár hafa úrræði, til að mynda fyrir börn með fjölþættan vanda, verið lögð niður trekk í trekk en ekkert komið í staðinn. Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að fjármagna slík úrræði en ríkið hefur ekki komið til móts við þau í nægilega miklum mæli. Úrræði sem þessi eru kostnaðarsöm til styttri tíma en hafa sýnt gríðarlegan ábáta fyrir samfélagið til lengri tíma. Þau hafa ekki verið byggð upp í takt við þörf, en ljóst er að þörfin hverfur ekki. Við í Samfylkingunni viljum tryggja fjármögnun slíkra úrræða – enda er ljóst að skaðinn getur orðið mikill ef einstaklingar með fjölþættan félagslegan og geðrænan vanda fá ekki þá félagslegu aðstoð sem þörf er á. Það er alveg ljóst að varanleg rekstrarútgjöld til eflingar geðheilbrigðisþjónustu eða félagslegri þjónustu verða ekki fjármögnuð með sölu á eignum eða með meiriháttar niðurskurði í annarri velferðarþjónustu. Nú er kominn tími á nýtt upphaf Samfylkingin er til þjónustu reiðubúin fáum við til þess umboð í komandi kosningum 30. nóvember. Þar er margt undir – en við höfum þá þekkingu, reynslu og innsýn sem þarf til þess að koma breytingum á í geðheilbrigðiskerfinu. Ragna Sigurðardóttir, læknir skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins-Headspace, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Suður
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun