Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 11:51 Lögreglan birti meðfylgjandi mynd af Diego í tilkynningu sinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun. Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37
Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01
Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda