XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 26. nóvember 2024 14:42 Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun