Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 16:00 Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það hefur loðað við mig frá því ég bauð mig fram til Alþingis árið 2016, í þriðja sæti fyrir Framsókn í Reykjavík norður, að ég væri framsóknarmaður. Því fer reyndar fjarri í dag. Ég hef ekki verið flokksbundinn neinum flokki í nokkur ár þó ég sé giftur flokksbundnum framsóknarmanni. Ég hef oft verið ósammála forystu Framsóknar og fundist stefnumál flokksins óljós. Afstaða mín til Framsóknar breyttist þó fljótt eftir að ég hóf störf sem stjórnarformaður samtakanna Hugarafls. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Um er að ræða stærstu grasrótarsamtök fólks á Íslandi með andlegar áskoranir. Undanfarið hafa samtökin, ásamt stofnanda þeirra Auði Axelsdóttur, þurft að berjast fyrir tilvist sinni og skilningi á því hve mikilvægi þessi samtök eru. Fáir ráðherrar og þingmenn hafa sýnt Hugarafli og þessum málaflokki meiri áhuga og skilning en ráðherrarnir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Samtökin starfa því á vettvangi sem almennt heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Fráfarandi félagsmálaráðherra sýndi þó samtökunum lítinn áhuga. Ekki skal fullyrt hvort þar hafi haft áhrif að Hugarafl eru frjáls félagasamtök, stofnuð á grundvelli einkaframtaks og einstaklingsfrelsis. Einn ráðherra ber af og hefur framar öðrum mikinn skilning á stöðu þeirra sem undir eru í samfélaginu. Það er Ásmundur Einar Daðason. Úrlausnir hans þegar hann var félagsmálaráðherra voru til fyrirmyndar. Hann hefur unnið að lausnum sem hafa tekið mið af reynslu þeirra sem vinna í umræddum málaflokkum en ekki út frá kerfislægum lausnum sem embættismenn hafa fundið upp í gegnum tíðina. Hann hefur stigið fram og talað um eigin lífsreynslu og erfiðleika og miðlað af þeim í ýmsum málaflokkum innan félagsmála og barnamála og hefur verið opin fyrir nýjum leiðum og lausnum er varða félagsleg málefni, bæði varðandi börn og fullorðið fólk með ýmsar raskanir og skerðingar. Að tala við Ásmund Einar er eftirminnilegt sérstaklega þar sem hann hefur sjálfur frá svo miklu að miðla. Hans lífsreynsla gerir honum kleift að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að þessum málaflokki og þar af leiðandi hugsa í lausnum. Margt hefur verið sagt um Ásmund Einar og ég viðurkenni að ég hafði ekki miklar vonir þegar hann gekk í raðir framsóknarmanna, komandi úr öðrum flokki með aðrar áherslur en gengur og gerist í Framsókn. Ásmundur náði sér þó fljótt á strik og náði miklum árangri. Hann hefur sannað sig með svo miklum ágætum að það er vel hægt að lýsa því yfir að hann hafi verið einn besti félagsmálaráðherra, ef ekki sá besti sem við höfum átt. Þau stóru orð læt ég falla eftir að hafa upplifað sjálfur þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur unnið að varðandi félagsmál, og ekki má gleyma þeim mannlega skilning og dýpt sem hann hefur sýnt á þeim vettvangi. Hann sjálfur sannar það með eigin eftirbreytni dag hvern og sýnir hvaða árangri hægt er að ná þegar tekist er á við eigin erfiðleika og þeir nýttir til þess að breyta til hins betra. Höfundur er stjórnarformaður Hugarafls og hæstaréttarlögmaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun