Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:20 Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar