FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:02 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra var meðal þeirra sem tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Vísir/Berghildur Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún. Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún.
Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira