Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2024 17:52 Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal eigendur staðarins. aðsend Pítsastaðnum Blackbox í Borgartúni hefur verið lokað. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn staðarins en viðskiptavinir sem áttu staðinn bókaðan komu að læstum dyrum um helgina. Mbl.is greindi fyrst frá. Blackbox er í eigu félaga Karls Viggós Vigfússonar og Jóns Gunnars Geirdal Ægissonar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af eigendum í dag, en haft er eftir forsvarsmönnum að ekki liggi fyrir hvort lokunin sé tímbabundin eða varanleg. Þá segir í frétt mbl.is að reksturinn stefni í þrot, félagið hafi tapað ríflega 17 milljónum á síðasta ári. Ljóst er að lokunin var fyrirvaralaus. Birna Dröfn Jónsdóttir fyrrverandi blaðamaður Fréttablaðsins segir frá því í Facebook-færslu að hún hafi verið búin að panta sal Blackbox með góðum fyrirvara þegar hún kom að luktum dyrum á föstudag. „Ég mætti og skoðaði salinn á mánudeginum, við ræddum hvenær ég mætti koma og skreyta, hvernig fyrirkomulagið á veislunni væri o.s.frv. Þegar ég svo mætti á tilætluðum tíma, eftir hádegi á föstudaginn, klifjuð skreytingum, kareoke-græju, gasblöðrum, photobooth og ég veit ekki hverju og hverju var allt læst og enginn inni,“ skrifar Birna Dröfn. Hún hafi hringt um allt og sent pósta en engin svör fengið. „Um 14:30 náði ég loksins í mann sem tengist þessum stað, hann sagði mér að staðnum hefði verið lokað deginum áður og að ég þyrfti bara að finna annan stað...ekki einu sinni sorry...Þarna var ég því með engan stað til að halda veilsuna sem átti að byrja um fjórum tímum síðar, engan mat fyrir gestina 40 sem ég átti von á og enga drykki...þetta reddaðist auðvitað allt á endanum og úr varð sjúklega skemmtilegt jólapartý....en hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita? Ekkert eðlilega léleg vinnubrögð að mínu mati,“ segir Birna Dröfn. Eins og áður segir hefur ekki enn náðst í eigendur staðarins. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Mest lesið Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Blackbox er í eigu félaga Karls Viggós Vigfússonar og Jóns Gunnars Geirdal Ægissonar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af eigendum í dag, en haft er eftir forsvarsmönnum að ekki liggi fyrir hvort lokunin sé tímbabundin eða varanleg. Þá segir í frétt mbl.is að reksturinn stefni í þrot, félagið hafi tapað ríflega 17 milljónum á síðasta ári. Ljóst er að lokunin var fyrirvaralaus. Birna Dröfn Jónsdóttir fyrrverandi blaðamaður Fréttablaðsins segir frá því í Facebook-færslu að hún hafi verið búin að panta sal Blackbox með góðum fyrirvara þegar hún kom að luktum dyrum á föstudag. „Ég mætti og skoðaði salinn á mánudeginum, við ræddum hvenær ég mætti koma og skreyta, hvernig fyrirkomulagið á veislunni væri o.s.frv. Þegar ég svo mætti á tilætluðum tíma, eftir hádegi á föstudaginn, klifjuð skreytingum, kareoke-græju, gasblöðrum, photobooth og ég veit ekki hverju og hverju var allt læst og enginn inni,“ skrifar Birna Dröfn. Hún hafi hringt um allt og sent pósta en engin svör fengið. „Um 14:30 náði ég loksins í mann sem tengist þessum stað, hann sagði mér að staðnum hefði verið lokað deginum áður og að ég þyrfti bara að finna annan stað...ekki einu sinni sorry...Þarna var ég því með engan stað til að halda veilsuna sem átti að byrja um fjórum tímum síðar, engan mat fyrir gestina 40 sem ég átti von á og enga drykki...þetta reddaðist auðvitað allt á endanum og úr varð sjúklega skemmtilegt jólapartý....en hefði drepið einhvern þarna á BlackBox Pizzeria að láta mig vita? Ekkert eðlilega léleg vinnubrögð að mínu mati,“ segir Birna Dröfn. Eins og áður segir hefur ekki enn náðst í eigendur staðarins.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Mest lesið Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent