„Við erum brothættir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 23:31 Skilur hvorki upp né niður. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig. „Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
„Leikurinn var fínn í stöðunni 3-0. Við vorum að spila vel en svo fáum við á okkur mörk af því við erum ekki nægilega stöðugir. Við gáfum þeim fyrsta markið, svo annað og svo það þriðja, þess vegna var þetta erfitt,“ sagði Pep en mörk gestanna komu nær öll eftir mistök í öftustu línu City. Þá leit markvörðurinn Ederson skelfilega út. „Við höfum tapað mörgum leikjum undanfarið, við erum brothættir og auðvitað þurftum við á sigri að halda. Þessi leikur virtist ætla að vera góður fyrir sjálfstraustið, við spiluðum á háu getustigi framan af en um leið og eitthvað bjátaði á vorum við í vandræðum.“ „Ég veit ekki hvort þetta er andlegt. Fyrsta markið á hreinlega ekki að eiga sér stað og annað markið sömuleiðis. Eftir það gleymum við hvað gerist, við vorum örvæntingafullir og vildum vinna. Við viljum standa okkur vel en erum ekki að vinna leiki.“ „Staðan er eins og hún er. Við spiluðum vel framan af en á þessu getustigi máttu ekki gefa mótherja þínum neitt.“ „Við þurfum að undirbúa okkur og hugsa um næsta leik. Ef við getum ekki unnið leiki eins og þennan þá verður almennt erfitt að vinna leiki,“ sagði Pep að endingu. Man City mætir Liverpool, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Guardiola eru í 2. sæti, átta stigum á eftir Liverpool þegar 12 umferðum er lokið. Pep var langt því frá rólegur í leik kvöldsins.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira