Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:42 Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun